Laus störf: Ţjónustumiđstöđ Grindavíkurbćjar - Véla og tćkjamađur

  • Fréttir
  • 20. júní 2022

Laus er til umsóknar staða véla og tækjamanns hjá Þjónustumiðstöð Grindavíkurbæjar. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttum verkefnum. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Starfshlutfall er 100%.

Verksvið og ábyrgð
•    Sinnir vélavinnu svo sem snjómokstri, garðslétti og aðra tilfallandi vélavinnu.
•    Minni háttar viðhaldi á vélum og búnaði þjónustumiðstöðvar. 
•    Vinnur með vinnuskóla og leysir af sem verkefnastjóri vinnuskóla.
•    Afleysing á þjónustubifreiðum Grindavíkurbæjar.
•    Þjónusta við stofnanir Grindavíkurbæjar.
•    Öll tilfallandi störf sem fellur til í Þjónustumiðstöð.

Hæfniskröfur
•    Reynsla af vélavinna (skilyrði). 
•    Bílpróf er nauðsynlegt.
     - D eða d1 ökuréttindi er kostur.
•    Réttindi til farþegaflutninga (400 eða 450). 
•    Vinnuvélaréttindi (J og I) D réttindi er kostur. 
•    Reynsla af vinnu með börnum og/eða unglingum kostur. 
•    Sjálfstæði í vinnubrögðum. 
•    Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
•    Tölvukunnátta í outlook, word og excel.
•    Lipurð í mannlegum samskiptum.
•    Rík þjónustulund við íbúa bæjarins.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Sambands íslenskra sveitafélaga.

Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 1. júlí nk.
Senda skal umsókn og starfsferilsskrá á Sigurð R. Karlsson, yfirmann Þjónustumiðstöðvar á Siggigh@grindavik.is, nánari upplýsingar í síma 660-7302 frá 07:00 til 16:45 og til 12:00 föstudaga.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir