Fundur 1612

  • Bćjarráđ
  • 15. júní 2022

1612. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 14. júní 2022 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Birgitta H. Ramsay Káradóttir varamaður, Helga Dís Jakobsdóttir varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. 

Einnig sat fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 
Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði varaformaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem 7. mál: 2206049 - Endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar. 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 2109132
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Tillögur sem miða að bættu starfsumhverfi leikskóla lagðar fram. 
Með vísan til fyrirliggjandi tillagna samþykkir bæjarráð eftirfarandi tillögur: 
- Hlutfall afleysinga hækkað í 8%. 
- Stuðningur við leikskólana vegna nema í leikskólakennarafræðum. 

Bæjarráð hafnaði þessum tillögum á þeim forsendum að slíkt myndi skerða þjónustu: 
- Skert starfsemi milli jóla og nýárs en að lágmarki þurfi 15% barnanna að mæta til að hafa opið. 
- Starfsmannafundir hefjast kl. 08:00 í stað kl. 15:00. 

Tillögu um stuðning við menntun leikskólakennara var vísað að nýju til fræðslunefndar til frekari útfærslu. 

Atkvæði voru greidd um að sumarlokun verði aukin um 4 klst. 
Bæjarráð samþykkir. Hallfríður greiðir atkvæði á móti og leggur fram neðangreinda bókun: 
Við gerum okkur vel grein fyrir aðstæðum í leikskólum Grindavíkur þegar starfsmenn leikskólanna hafa snúið til baka í vinnu eftir sumarfrí þar sem frágangur hefur ekki verið nógu góður eftir verktaka, það er óviðunandi. Sá aðili sem sér um þrif á leikskóla sjái um að leikskólinn sé tilbúinn til að taka á móti börnum þegar sumarfríi er lokið. Starfsmenn leikskólanna eiga ekki að þurfa standa í frágangi á munum og þrifum í leikskólanum á sama tíma og börn koma til vistunar. Eðlilegt er að forstöðumaður fasteigna sjái um að taka út verk sem verktakar eigi að sinna og frágangi að þeim loknum þannig að umhverfið sé sómasamlegt þegar kennarar koma til baka eða eins og skilið var við það þegar farið var í sumarfrí. Við teljum að með því að stytta opnunartíma daginn fyrir sumarfrí og eins að stytta daginn eftir sumarfrí um 2 klst. hvorn dag sé þjónustuskerðing sem við teljum ekki þjóna hagsmunum okkar íbúa. 

2. Sumaropnun Þrumunnar 2022 - 2206044
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Viðaukabeiðni lögð fram vegna sumarstarfs Þrumunnar. Bæjarráð samþykkir viðauka að fjárhæð 1.380.000 kr. sem verði fjármagnaður með styrk að sömu upphæð frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

3. Fráveita Grindavíkurbæjar - dælulögn frá Seljabót - 2201039
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Minnisblað sviðsstjóra lagt fram. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við 3. áfanga fráveituverkefnis í sumar. Um er að ræða dælulögn um Seljabót að Miðgarði. Óskað er eftir viðauka vegna framkvæmdanna. Bæjarráð samþykkir viðauka að fjárhæð 45.600.000 kr. sem verði fjármagnaður með lækkun á fjárfestingarverkefni nr. 32- 110206, Ásabraut 2, klæðning að utan.

4. Grindavíkurkirkja - viðhaldsframkvæmdir - 2206024
Borist hefur erindi þar sem óskað er eftir styrk vegna viðgerða á kirkjunni. 

Bæjarráð samþykkir að styðja við verkefnið og samþykkir viðauka að fjárhæð 5.000.000 kr. sem er sama fjárhæð og velunnarar kirkjunnar hafa lagt til verkefnisins. 
Viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

5. Sameiginlegt erindi HSS og Grindavíkurbæjar til heilbrigðisráðherra - 2205239
Lögð fram beiðni HSS og Grindavíkurbæjar um endurnýjun starfsstöðva HSS í Grindavík.

6. Rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II - Hótel Grindavík ehf. - 2202061
Fyrir liggja umsagnir frá HES, Slökkviliði Grindavíkur og byggingarfulltrúanum í Grindavík. 

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins. 

7. Endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar - 2206049
Meirihluti B, D og U leggur til að farið verði í endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar en núverandi skipurit hefur verið við lýði frá 1. september 2011. 
Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að óska eftir tilboði og verkefnalýsingu frá KPMG til að fara í þá vinnu í samstarfi við bæjarráð og bæjarstjóra. 

Bæjarráð samþykkir fram lagða tillögu. 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 30. september 2022

Fundur 65

Bćjarráđ / 14. september 2022

Fundur 1621

Hafnarstjórn / 13. september 2022

Fundur 484

Frćđslunefnd / 13. september 2022

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2022

Fundur 118

Bćjarráđ / 7. september 2022

Fundur1620

Skipulagsnefnd / 6. september 2022

Fundur 105

Frćđslunefnd / 5. september 2022

Fundur 121

Afgreiđslunefnd byggingamála / 31. ágúst 2022

Fundur 64

Öldungaráđ / 31. ágúst 2022

Fundur 12

Bćjarstjórn / 31. ágúst 2022

Fundur 530

Frístunda- og menningarnefnd / 29. ágúst 2022

Fundur 117

Skipulagsnefnd / 29. ágúst 2022

Fundur 104

Bćjarráđ / 24. ágúst 2022

Fundur 1619

Bćjarráđ / 17. ágúst 2022

Fundur 1618

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. ágúst 2022

Fundur 63

Bćjarráđ / 27. júlí 2022

Fundur 1617

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. júlí 2022

Fundur 62

Skipulagsnefnd / 13. júlí 2022

Fundur 103

Bćjarráđ / 13. júlí 2022

Fundur 1616

Hafnarstjórn / 12. júlí 2022

Fundur 483

Bćjarráđ / 6. júlí 2022

Fundur 1615

Frćđslunefnd / 4. júlí 2022

Fundur 120

Frístunda- og menningarnefnd / 29. júní 2022

Fundur 116

Bćjarráđ / 29. júní 2022

Fundur 1614

Bćjarráđ / 24. júní 2022

Fundur 1613

Skipulagsnefnd / 24. júní 2022

Fundur 102

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2022

Fundur 61

Bćjarráđ / 15. júní 2022

Fundur 1612

Bćjarstjórn / 8. júní 2022

Fundur 529