17. júní 2022 í Grindavík

  • Fréttir
  • 14. júní 2022

Hæ, hó, jibbí, jei! Grindavíkurbær býður íbúum til veislu í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.

Hátíðarhöldin hefjast við Grindavíkurkirkju þar sem fjallkona mun koma fram auk sóknarprests og fulltrúa bæjarstjórnar. Í framhaldinu verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu. 

Hátíðarhöldin eftir hádegi munu, líkt og síðustu ár, að mestu fara fram á Grindavíkurvelli og í Kvikunni. Á Grindavíkurvelli gefst börnum kostur á að taka þátt í skemmtilegu hlaupi umhverfis fótboltavöllinn þar sem komið verður fyrir einfaldri þrautabraut. Allir þáttakendur fá þáttökuverðlaun við komuna í mark. Í framhaldi af hlaupinu mun flugvél fljúga yfir æfingarsvæðið við Hópið og láta karamellum rigna. 

Að lokinni dagskránni á Grindavíkurvelli færist þungi hátíðarhaldanna í Kvikuna þar sem börnin geta hoppað í hoppuköstulum, farið á hestbak og séð sirkuslistamenn leika listir sínar. Þá verður boðið upp á kaffiveitingar í tilefni dagsins. Á svæðið mætir töframaður og börn sem æft hafa söng undir leiðsögn Bertu Drafnar Ómarsdóttur taka lagið.

Dagskrá 17. júní 2022

8:00 Fánar dregnir að húni

10:00 Hátíðarstund við Grindavíkurkirkju

  • Ávarp fjallkonu
  • Ávarp fulltrúa bæjarstjórnar
  • Ávarp sóknarprests

13:00 17. júní hlaup og karamelluregn á Grindavíkurvelli fyrir 12 ára og yngri

14:00-17:00 Hátíðaropnun í Kvikunni

  • Hoppukastalar fyrir börnin
  • Töframaðurinn Einar Aron mætir á svæðið
  • Nemendur á söngnámskeiði Bertu Drafnar Ómarsdóttur taka lagið
  • Börnum boðið á hestbak milli 14:30 og 16:30
  • Húllahringir og krítar í Húllinu
  • Kaffiveitingar í boði í tilefni dagsins
  • Sýningin Saltfiskur í sögu þjóðar opin á efri hæðinni

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. júní 2023

Sumar Ţruman fyrir 4.-7.bekk

Fréttir / 6. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

Fréttir / 5. júní 2023

Knattspyrnuskóli UMFG byrjađur

Fréttir / 3. júní 2023

Fylgiđ okkur á Instagram

Fréttir / 2. júní 2023

Viđburđir kvöldsins

Fréttir / 2. júní 2023

Ekkert verkfall á Laut á mánudaginn

Fréttir / 2. júní 2023

Áttćringur vekur mikla athygli

Fréttir / 1. júní 2023

Mjög góđ afkoma hjá Grindavíkurbć

Fréttir / 1. júní 2023

Óskiptar endurvinnslutunnur

Fréttir / 31. maí 2023

Lokun gatna 2.-4. júní

Fréttir / 31. maí 2023

Sjóara síkáta mótiđ á laugardaginn

Fréttir / 31. maí 2023

Bréfpokar fyrir lífrćnan úrgang

Fréttir / 1. júní 2023

Viđburđir kvöldsins hjá einkaađilum

Nýjustu fréttir

Skert starfsemi á bćjarskrifstofu

  • Fréttir
  • 8. júní 2023

Annasamt í Grindavíkurhöfn

  • Fréttir
  • 7. júní 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

Fimm sjómenn heiđrađir

  • Fréttir
  • 5. júní 2023

Til hamingju međ sjómannadaginn

  • Fréttir
  • 4. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

  • Grunnskólafréttir
  • 2. júní 2023