Sjóarinn síkáti - Dagskráin 10. júní 2022

  • Sjóarinn síkáti
  • 10. júní 2022

Sjóarinn síkáti hefst í dag með litaskrúðgöngu frá íþróttahúsinu. Við íþróttahúsið munu hinir einu sönnu Bumblebee Brothers halda uppi stemmingu frá kl. 18:30. 

FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ

11:00-22:00 KVIKAN OPIN
Í Kvikunni er upplýsingamiðstöð Sjóarans síkáta, markaðstorg, vöfflusala á vegum UMFG og sýningin Saltfiskur í sögu þjóðar á efri hæð hússins.

18:30 BUMBLEBEE BROTHERS VIÐ ÍÞRÓTTAHÚSIÐ
Upphitun fyrir litaskrúðgönguna við íþróttahúsið þar sem hinir einu sönnu Bumblebee Brothers koma öllum í sólskinsskap.

19:00 LITASKRÚÐGANGA
Litaskrúðganga frá íþróttahúsinu að Húllinu, hátíðarsvæðinu neðan við Kvikuna. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta í litríkum klæðnaði. Í ár verður röðin á göngunni: grænir - appelsínugulir - bláir - rauðir 

19:30-20:00 BRYGGJUSÖNGUR
Pálmar Örn Guðmundsson stýrir bryggjusöng á hátíðarsviðinu og allir taka undir.

20:00-20:30 EMMSJÉ GAUTI
Emmsjé Gauti stígur á stokk og tekur öll sín vinsælustu lög.

20:30-22:00 BRYGGJUBALL MEÐ STUÐLABANDINU
Hljómsveitin Stuðlabandið slær upp alvöru bryggjuballi fyrir alla fjölskylduna.

22:00 GUÐRÚN ÁRNÝ Á SJÓMANNASTOFUNNI VÖR
Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir og trommarinn Egill Örn Rafnsson taka öll vinsælu lögin á Sjómannastofunni Vör að loknu bryggjuballi.

23:00 PAPA BALL Á BRYGGJUNNI
Papar eru komnir á stjá og ætla að gera allt vitlaust á balli á veitingahúsinu Bryggjunni enda langt síðan bandið spilaði síðast í Grindavík. Forsala á á tix.is.

23:00 NÝJU FÖTIN KEISARANS Á FISH HOUSE
Það verður taumlaus skemmtun í Gígnum, nýja salnum á Fish Hose þegar Nýju fötin keisarans mæta.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!