Féll kylliflatur fyrir Farmal Cub

  • Fréttir
  • 8. júní 2022

Hermann Ólafsson, útgerðarmaður og bóndi, er forfallinn safnari. Hann hefur alltaf haft áhuga á gömlum munum og safnaði á yngri árum frímerkjum og mynt. Í kringum aldamótin hóf hann að safna traktorum.

Hermann hóf að safna traktorum í kringum aldamótin 2000. Þá var hann á leið með ull í Álafoss og rak augun í nýsprautaðan Framal Cub inn í skúr.

„Ég fer inn í skúrinn. Þar er maður að gera traktorinn upp. Ég spurði hann hvort hann væri til sölu. Hann segist svo ekki vera. Nokkrum vikum síðan hringir hann í mig og segir að gripurinn sé tilbúinn og spyr hvort ég vilji kaupa. Ég renni inn eftir og hugsa að það væri gaman að eiga einn traktor. Einn Farmal Cub og hafa hann í andyrrinu í Stakkavík.“

Traktorabakterían ágerðist
Traktorarnir urðu fleiri og eru í dag hátt í fimmtíu auk fjölda eldri bíla.

„Ég er svo ýktur að ég missti mig. Ég keypti og keypti og fékk þvílíka bakteríu. Það gekk svo langt að konan ætlaði að senda mig inn á Vog í traktora-afvötnun. Síðan fór ég í bílana. Ég hef sagt frá því í viðtali áður að síðan fór ég í harðari efni. Allt í einu var þetta orðið mikið og flott safn. Konan gat því ekki andmælt þessu lengur.“

Eina eintakið í heiminum
Í jafn stóru safni er erfitt að gera upp á milli gripa. Hermann bendir þó á að meðal merkilegustu bifreiðanna sé Chevrolet Buick, árgerð 1929.

„Bílaleiga Steindórs flutti inn 13 bíla. Svo var maður sem safnaði þeim saman í einn bíl. Þegar hann var orðinn 85 ára gamall var hann langt kominn en gafst eiginlega upp. Hann hringdi þá í mig og bað mig um að taka við. Það hefur ekki fundist annað eintak í heiminum. Í Bandaríkjunum hafa bara fundist fimm manna bílar en þessi er sjö manna.“

Á safninu má sjá fjölda gripa sem vekja athygli, t.d. Austin Big Seven bifreið með stýrið vinstra megin en aðeins þrír þannig bílar eru til í heiminum. Audrey Hepburn var m.a. kvikmynduð í slíkum bíl. Þá hefur Hermann safnað hjólum, m.a. reiðhjóli frá Verslun Nonna og Bubba í Keflavík.

Langar að opna safnið fyrir almenningi
Draumur Hermanns er að opna safnið fyrir almenningi. Fornbíla og dráttarvélasýningin verður opin alla sjómannadagshelgina milli kl. 9:00 og 19:00. Óhætt er að segja að heimsókn á safnið eigi eftir að koma á óvart enda leynast þar ótal dýrgripir.

Erlendur Egilsson er einskonar umsjónarmaður með safni Hermanns. Hann starfaði lengi hjá Vegagerðinni og síðar hjá Sæmundi Sigmundssyni í Borgarnesi. Erlendur eða Elli Egils eins og hann er kallaður, hefur gert upp fleiri bifreiðar en nokkur annar á Íslandi. Sjá má fjóra þeirra í safni Hermanns. Erlendur segir safnið vera „eitt flottasta safn á Íslandi.“ Um sjómannadagshelgina má m.a. sjá GMC trukk frá 1942, þann fyrsta sem hann gerði upp.


Hermann við Chevrolet Buick, árgerð 1929, einn merkilegasta bílinn á safninu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. september 2023

Hvernig birtist ADHD á unglingsárunum?

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 12. september 2023

Íslenskur dagur í Uniejów

Fréttir / 1. september 2023

Hópsnesiđ lokađ fyrir umferđ

Fréttir / 1. september 2023

Gul viđvörun - festum lausamuni

Fréttir / 31. ágúst 2023

Sorphirđa komin á rétt ról

Fréttir / 31. ágúst 2023

Styrktarhlaupi frestađ

Fréttir / 31. ágúst 2023

Ţórkötlustađaréttir verđa 17. september

Fréttir / 31. ágúst 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 29. ágúst 2023

Laust starf viđ leikskólann Laut