Fundur 528

  • Bćjarstjórn
  • 11. maí 2022

528. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 10. maí 2022 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir að taka inn málið 2111026 Húsnæðismál Fisktækniskóla Íslands með afbrigðum sem mál númer 10. 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. Ársuppgjör 2021 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2202053
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur, Hallfríður, Birgitta, Páll Valur og Hjálmar. 

Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2021 er tekinn til síðari umræðu. 

Vísað er til yfirferðar endurskoðenda við fyrri umræðu þann 26. apríl síðastliðinn. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum frá fyrri umræðu. Endurskoðandi Grindavíkurbæjar mun árita ársreikninginn með fyrirvaralausri áritun. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ársreikninginn og staðfestir hann með undirritun sinni.

2. Þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar 2022 - 2111078
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Hafnarstjórn samþykkti 12% gjaldskrárhækkun á sorpgjöld á fundi sínum 28. apríl 2022. Gjöld vegna sorps eru u.þ.b. 200.000 kr. hærri en tekjur af þessum málaflokki fyrstu þrjá mánuði ársins. 

Lagt fram til staðfestingar hjá bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða hækkun gjaldskrárinnar. 

3. Umsókn um byggingarleyfi - Félagsaðstaða eldri borgara við Víðihlíð - 2204131
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar og Hallfríður. 

Sótt er um breytingu á byggingarleyfi fyrir byggingu félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð. Breytingar á byggingarleyfisumsókn eru vegna breytinga á skipulagi 2. hæðar og útliti byggingar. 

Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin á 101. fundi nefndarinnar þann 2. maí 2022 og var erindinu vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða byggingaráformin.

4. Beiðni um umsögn um endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036 - 2204102
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir umsögn um endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036. 

Skipulagsnefnd bendir á að ekki sé samræmi milli stíga á sveitarfélagamörkum Grindavíkurbæjar og Ölfus. 

Skipulagsnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við skipulagstillöguna og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

5. Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 ósk um umsögn - 2204103
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Reykjanesbær óskar eftir umsögn um endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins 2020-2035. Erindið var tekið fyrir á 101. fundi skipulagsnefndar þann 2. maí 2022. 

Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að ekki er samræmi syðst á sveitarfélagamörkum á gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 og á skipulagstillögunni frá Reykjanesbæ. Skipulagsnefnd bendir jafnframt á að ekki er samræmi milli stíga á sveitarfélagamörkum Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar. 

Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

6. Fyrirspurn um lóð við Suðurgarð - 2202058
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar og bæjarstjóri. 

Fyrirspurn Sæbýlis um lóð við Suðurgarð lögð fram. 

Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi nr. 101 þann 2. maí 2022 þar sem nefndin veitti sviðsstjóra heimild til að vinna breytingar á skipulagi lóðarinnar í samráði við Sæbýli að fengnu vilyrði bæjarstjórnar. 

Erindinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að gera viljayfirlýsingu við Sæbýli ehf. um vilyrði fyrir lóð við Suðurgarð í samræmi við grein 3.3 í reglum um lóðarúthlutanir í Grindavíkurbæ. Endanleg úthlutun lóðarinnar fer fram að lokinni skipulagsvinnu líkt og reglurnar gera ráð fyrir. 

Þá veitir bæjarstjórn sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs heimild til að vinna breytingar á skipulagi lóðarinnar í samráði við Sæbýli. 

7. Túngata 15-17 - viðaukabeiðni - 2204137
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Viðaukabeiðni lögð fram vegna framkvæmda við Túngötu 15-17 að fjárhæð 15.360.000 kr. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. 

8. Beiðni um viðauka - Loftræstikerfi leikskólans Laut - 2203035
Til máls tóku: Sigurður Óli og Hjálmar. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2022 að fjárhæð 5.000.000 kr. svo hægt verði að fara í framkvæmdir í haust. 

Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

9. Framtíð sundlaugarsvæðis - 2110014
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 7.000.000 til forhönnunar sundlaugarsvæðis. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

10. Húsnæðismál Fisktækniskóla Íslands - 2111026
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Páll Valur og Birgitta. 

Bókun 
Bæjarstjórn Grindavíkur fagnar þeim áformum sem Þorbjörn hf. hefur um endurnýjun og uppbyggingu á fasteign félagsins að Hafnargötu 8 í Grindavík. Forsvarsmenn Þorbjarnar hafa sýnt því áhuga að Fisktækniskóli Íslands yrði kjölfestuleigjandi í húsinu og að önnur starfsemi þar myndi miða að því að hún færi vel með starfsemi skólans. Fisktækniskólinn býr nú við umtalsverðan húsnæðisvanda, en nýtt húsrými sem sniðið yrði að þörfum skólans myndi gjörbreyta allri aðstöðu til skólahalds og greiða fyrir áframhaldandi vexti. Grindavíkurbær mun, í samstarfi við aðra eigendur skólans, beita sér fyrir því að útvega skólanum aukið rekstrarfjármagn til að mæta kostnaði við að taka í notkun nýtt húsnæði undir starfsemina. Bæjarstjórn Grindavíkur hvetur jafnframt skólayfirvöld til að gefa út viljayfirlýsingu þess efnis að stefnt sé á að flytja starfsemina í Hafnargötu 8, fáist til þess fjárveiting. 
Bæjarstjórn Grindavíkur.

11. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2201049
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og bæjarstjóri. 

Fundargerð 909. fundar, dags. 27. apríl 2022, er lögð fram til kynningar.

12. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022 - 2203041
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hjálmar, Birgitta, Sævar, bæjarstjóri, Hallfríður og Páll Valur. 

Fundargerð 778. fundar, dags. 20. apríl 2022, er lögð fram til kynningar.

13. Fundargerðir - Heklan 2022 - 2205010
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri og Guðmundur. 

Fundargerð 89. fundar, dags. 4. apríl 2022, er lögð fram til kynningar.

14. Bæjarráð Grindavíkur - 1610 - 2205001F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, Hjálmar, Birgitta, Guðmundur og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15. Skipulagsnefnd - 101 - 2204024F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Hallfríður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16. Fræðslunefnd - 119 - 2205003F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Sævar, Guðmundur, Páll Valur og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17. Frístunda- og menningarnefnd - 115 - 2204025F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Birgitta, Hjálmar og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18. Hafnarstjórn Grindavíkur - 482 - 2204023F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, bæjarstjóri, Guðmundur, Hallfríður, Sævar og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 30. september 2022

Fundur 65

Bćjarráđ / 14. september 2022

Fundur 1621

Hafnarstjórn / 13. september 2022

Fundur 484

Frćđslunefnd / 13. september 2022

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2022

Fundur 118

Bćjarráđ / 7. september 2022

Fundur1620

Skipulagsnefnd / 6. september 2022

Fundur 105

Frćđslunefnd / 5. september 2022

Fundur 121

Afgreiđslunefnd byggingamála / 31. ágúst 2022

Fundur 64

Öldungaráđ / 31. ágúst 2022

Fundur 12

Bćjarstjórn / 31. ágúst 2022

Fundur 530

Frístunda- og menningarnefnd / 29. ágúst 2022

Fundur 117

Skipulagsnefnd / 29. ágúst 2022

Fundur 104

Bćjarráđ / 24. ágúst 2022

Fundur 1619

Bćjarráđ / 17. ágúst 2022

Fundur 1618

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. ágúst 2022

Fundur 63

Bćjarráđ / 27. júlí 2022

Fundur 1617

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. júlí 2022

Fundur 62

Skipulagsnefnd / 13. júlí 2022

Fundur 103

Bćjarráđ / 13. júlí 2022

Fundur 1616

Hafnarstjórn / 12. júlí 2022

Fundur 483

Bćjarráđ / 6. júlí 2022

Fundur 1615

Frćđslunefnd / 4. júlí 2022

Fundur 120

Frístunda- og menningarnefnd / 29. júní 2022

Fundur 116

Bćjarráđ / 29. júní 2022

Fundur 1614

Bćjarráđ / 24. júní 2022

Fundur 1613

Skipulagsnefnd / 24. júní 2022

Fundur 102

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2022

Fundur 61

Bćjarráđ / 15. júní 2022

Fundur 1612

Bćjarstjórn / 8. júní 2022

Fundur 529