Fundur 1610

  • Bćjarráđ
  • 4. maí 2022

1610. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 3. maí 2022 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður. Páll Valur Björnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Alexander Veigar Þórarinsson, varamaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1. Túngata 15-17 - viðaukabeiðni - 2204137
Viðaukabeiðni lögð fram vegna framkvæmda við Túngötu 15-17 að fjárhæð 15.360.000 kr. 

Jafnframt er óskað heimildar að ganga til samninga við lægstbjóðanda, HG Trésmiðju. 

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og leggur til viðbæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

2. Framtíð sundlaugarsvæðis - 2110014
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 7.000.000 til forhönnunar sundlaugarsvæðis. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

3. Alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks - 2204040
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

17. maí er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. 

Bæjarráð hvetur stofnanir og fyrirtæki í Grindavík að flagga regnbogafánanum þennan dag.

4. Vegna grunnskólagöngu - 2203115
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Umsókn um skólavist í einkareknum sérskóla lögð fram. 

Bæjarráð samþykkir erindið.

5. Húsnæðisaðstæður skólaþjónustu, félagsþjónustu og barnaverndar - 2204050
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Farið yfir stöðuna hvað varðar húsnæðið að Víkurbraut 27.

6. Gamla kirkjan í Grindavík - 2203127
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð styður það að starfsemi í gömlu kirkjunni verði í óbreyttu formi og engin áform eru um sölu hússins.

7. Þjónusta Kölku-sorpeyðingarstöðvar sf. - 2204129
Opnunartími á móttökustöð Kölku í Grindavík tekinn til umræðu. 

Bæjarráð skorar á Kölku að auka opnunartíma móttökustöðvarinnar í Grindavík.

8. Heimgreiðslur til foreldra 12 mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín - 2111069
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð samþykkir heimgreiðslur og vísar málinu í vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

9. Beiðni um viðauka - Loftræstikerfi leikskólans Laut - 2203035
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Málið var tekið fyrir á 1606. fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 8. mars sl. og þá var erindinu vísað í vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2022 að fjárhæð 5.000.000 kr. svo hægt verði að fara í framkvæmdir í haust. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

10. Ungmennaráð Grindavíkur - Fundur með bæjarstjórn - 2203111
Á fundinn mættu Friðrik Þór Sigurðsson, Una Rós Unnarsdóttir og Vignir Berg Pálsson, fulltrúar í ungmennaráði. Einnig sátu fundinn sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Elínborg Ingvarsdóttir, forstöðumaður Þrumunnar og Melkorka Ýr 
Magnúsdóttir starfsmaður í félagsmiðstöðinni Þrumunni og Birgitta Ramsey Káradóttir bæjarfulltrúi. 

Rætt var m.a. um stöðu ungmennaráðs, félagsmiðstöðina Þrumuna, ungmennahús, ungmennagarðinn og íþróttasvæðið. 

11. Beiðni um launalaust leyfi - 2204133
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grindavíkur óskar eftir launalausu leyfi í eitt ár. Skólastjóri samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Samrýmist reglum sveitarfélagsins. 

Bæjarráð samþykkir erindið.

12. Tónlistarskólinn - Umsókn um launalaust leyfi - 2204089
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Starfsmaður Tónlistarskóla Grindavíkur óskar eftir launalausu leyfi til eins árs. Fyrir liggur jákvæð umsögn tónlistarskólastjóra. 

Bæjarráð samþykkir erindið.

13. Rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II - Tjald ehf. - 2204107
Tjald ehf. hefur sótt um rekstrarleyfi í flokki II F til sýslumanns. Byggingarfulltrúi vísar málinu til bæjarráðs þar sem ekki liggur fyrir leyfi sveitarfélagsins. 

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.

14. Styrkbeiðni vegna fjáröflunar fyrir skaðaminnkunarverkefni - 2204084
Lögð fram beiðni um styrk vegna kaupa á nýrri bifreið fyrir skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður á Suðurnesjum sem rekið er af Suðurnesjadeild Rauða krossins. 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134

Frćđslunefnd / 29. júní 2023

Fundur 133

Frćđslunefnd / 7. júní 2023

Fundur 132

Bćjarráđ / 17. október 2023

Fundur 1656

Bćjarráđ / 24. október 2023

Fundur 1657

Öldungaráđ / 13. febrúar 2023

Fundur 15

Skipulagsnefnd / 2. október 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 10. október 2023

Fundur 1655

Bćjarráđ / 3. október 2023

Fundur 1654

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. september 2023

77.fundur

Bćjarstjórn / 26. september 2023

Fundur 543

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649