1608. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 5. apríl 2022 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi. Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
1. Gamla kirkjan í Grindavík - 2203127
Kristín Matthíasdóttir og Kristinn S. Jórmundsson, Vesturbraut 2, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og kynntu þau hugmyndir sínar um aukna starfsemi í gömlu kirkjunni með hugsanleg kaup í huga.
Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.
2. Umsókn um byggingarleyfi - Ásabraut 2 (Grunnskóli Grindavíkur) - 2203138
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir við að klæða grunnskólann við Ásabraut.
3. Ársuppgjör 2021 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2202053
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2020 er lagður fram.
Bæjarráð samþykkir ársreikninginn og vísar honum til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi 18. gr. og 61. gr. laga nr. 138/2011.
4. Breyting á barnaverndarlögum - Barnaverndarþjónusta - 2111020
Ákveðið hefur verið að fresta gildistöku ákvæða í barnaverndarlögum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð.
5. Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka - 2203135
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. mars sl. varðandi viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.
6. Forkaupsréttur vegna sölu á fiskiskipinu Hrafni GK-111, sknr. 1401 - 2203142
Þorbirni hf. hefur borist kauptilboð í skipið og er Grindavíkurbæ boðinn forkaupsréttur, sbr, 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.