Fundur 1607

  • Bćjarráđ
  • 23. mars 2022

1607. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 22. mars 2022 og hófst hann kl. 16:30.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi. Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs..

Dagskrá:

1. Heimgreiðslur til foreldra 12 mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín - 2111069

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lögð fram drög að reglum um heimgreiðslur vegna barna sem eru á biðlista eftir vistun hjá dagforeldri eða leikskólaplássi. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs. 

Bæjarráð frestar málinu.

2. Skólaþjónusta - Beiðni um viðauka - 2203039
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 2.550.000 kr. á lykilinn 04011-4342. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

3. Beiðni um viðauka vegna ráðningar starfsmanna í Slökkvilið Grindavíkur - 2203030
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lögð fram beiðni um viðauka vegna ráðningar viðbótarstarfsmanna í slökkvilið Grindavíkur. 

Bæjarráð frestar málinu þar til brunavarnaráætlun liggur fyrir.

4. Beiðni um viðauka - Búnaðarkaup Slökkviliðs Grindavíkur - 2203027
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lögð fram beiðni um viðauka á fjárhagsáætlun 2022 vegna kaupa á búnaði fyrir slökkviliðið að fjárhæð 4.179.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

5. Gatnahönnun Hlíðarhverfis - 2. og 3 áfangi - 2203087
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lagt er fram tilboð frá gatnahönnuði 1. áfanga í Hlíðarhverfi (Tækniþjónustu SÁ) í 2. og 3. áfanga Hlíðarhverfis. 
Sviðsstjóri óskar eftir að tilboð hönnuðar verði samþykkt og sviðsstjóra heimilað að hefja vinnu við hönnun á götum í 2. og 3. áfanga í Hlíðarhverfi ásamt hringtorgi við Hópsbraut. 
Óskað er viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2022 að upphæð 10.000.000 kr. vegna þessa sem fjármagnaður verður með lækkun á liðnum "félagssaðstaða eldri borgara". 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

6. Kvikmyndatökur í landi Grindavíkur - 2203088
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Bæjarráð samþykkir erindið en leggur áherslu á að skilið verði við svæðið eins og komið var að því, engan utanvegaakstur o.s.frv.

7. Reglur og samþykktir skipulags- og umhverfissviðs - 2203014
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lögð fram drög að samþykktum og reglum á skipulagssviði. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

8. Bæjarmálasamþykkt Grindavíkur - tillaga að breytingu - 2202052
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lögð fram tillaga að breytingu á bæjarmálasamþykkt Grindavíkur. 

Bæjarráð vísar samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

9. Jafnlaunakönnun 2022 - 2203060
Niðurstöðuskýrsla jafnlaunagreiningar 2022, sem unnin var af PWC, vegna janúarlauna 2022 er lögð fram. 
Niðurstaðan er sú að launamunur heildarlauna, að teknu tilliti til persónubundinna þátta, er 3,4% körlum í vil og er þá komin undir jafnlaunamarkmið Grindavíkurbæjar sem er 3,5%. PWC veitir gullmerki þeim fyrirtækjum sem eru undir 3,5% markinu og Grindavík  hlýtur því Gullmerki PwC, fyrir góðan árangur í jafnlaunagreiningunni, sem Grindavíkurbæ er heimilt að nota.

10. Kolefnisbókhald fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum - 2202080
Lögð fram fyrirspurn frá framkvæmdastjóra S.S.S. varðandi hugmynd um sameiginlegt kolefnisbókhald sveitarfélaga á Suðurnesjum. 
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

11. Björgunarsveitin Þorbjörn leitar eftir stuðningi - 2203073
Sveitin óskar eftir styrk sem nemur kostnaði vegna rafmagnsnotkunar í Grindavíkurhöfn fyrir björgunarskipið Odd V. Gíslason. 
Bæjarráð samþykkir styrkveitinguna.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125

Frćđslunefnd / 17. apríl 2023

Fundur 130

Afgreiđslunefnd byggingamála / 19. apríl 2023

Fundur 71

Bćjarstjórn / 25. apríl 2023

Fundur 540

Bćjarráđ / 18. apríl 2023

Fundur 1641

Skipulagsnefnd / 3. apríl 2023

Fundur 118

Frćđslunefnd / 2. mars 2023

Fundur 129

Bćjarráđ / 4. apríl 2023

Fundur 1640

Bćjarstjórn / 29. mars 2023

Fundur 539

Bćjarráđ / 22. mars 2023

Fundur 1639

Skipulagsnefnd / 22. mars 2023

Fundur 117

Bćjarráđ / 22. mars 2023

Fundur 1638

Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 8. mars 2023

Fundur 1637

Bćjarstjórn / 1. mars 2023

Fundur 538

Frćđslunefnd / 27. febrúar 2023

Fundur 128

Bćjarráđ / 23. febrúar 2023

Fundur 1636

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023

Fundur 115

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. febrúar 2023

Fundur 70

Nýjustu fréttir

Skert starfsemi á bćjarskrifstofu

  • Fréttir
  • 8. júní 2023

Sumar Ţruman fyrir 4.-7.bekk

  • Fréttir
  • 8. júní 2023

Annasamt í Grindavíkurhöfn

  • Fréttir
  • 7. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

  • Fréttir
  • 6. júní 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

Fimm sjómenn heiđrađir

  • Fréttir
  • 5. júní 2023

Knattspyrnuskóli UMFG byrjađur

  • Fréttir
  • 5. júní 2023