Fundur 524

  • Bćjarstjórn
  • 26. janúar 2022

524. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 25. janúar 2022 og hófst hann kl. 16:00.
 

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. Umsókn um byggingarleyfi - Félagsaðstaða eldri borgara við Víðihlíð - 2201014
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Helga Dís, Hallfríður, Páll Valur og Birgitta.

Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð. Teikningar arkitekts lagðar fram. Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin fyrir félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð á fundi sínum þann 10. janúar 2022. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða byggingarleyfið.

2. Eldvörp Aðgengi - 2102119
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Hjálmar.

Óskað er framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdum við Eldvörp. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjanes Geopark. Umsögn Umhverfisstofnunar og samþykki Ríkiseigna og HS orku liggur fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti að veita framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti á fundi þann 10. janúar 2022. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfið.

3. Endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga - 2201053
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Hjálmar og Hallfríður.

Lagt fram bréf frá Landsneti til Sveitarfélagsins Voga, dags. 8.12.2021, þar sem því er m.a. lýst yfir að skipulagsbreyting Voga sé ekki í samræmi við Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2028. Grindavíkurbær hefur þegar samþykkt framkvæmdaleyfi vegna loftlínu í landi Grindavíkur.

Bókun fulltrúa S-lista.

Samkvæmt lögum þessa lands veita sveitarfélögin í landinu framkvæmdaleyfi af því tagi sem Suðurnesjalína 2 er og fara að auki með skipulagsvald í samræmi við ákvæði stjórnarskrá lýðveldisins. Með því lagafrumvarpi sem lagt var fram á alþingi þann 19. janúar síðastliðinn þar sem framsögumaður var 6. þingmaður Suðurkjördæmis Ásmundur Friðriksson er hreinlega verið að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögunum sem í hlut eiga og Suðurnesjalína 2 liggur um. Fulltrúi S-lista tekur heilshugar undir með Ágeiri Eiríkssyni bæjarstjóra sveitarfélagsins Voga sem m.a. segir í pistli á heimasíðu bæjarins þann 21. janúar síðastliðinn. „Það er mikill ábyrgðarhluti af hálfu Alþingis að svipta sveitarstjórn skipulagsvaldi. Ég hvet því flutningsmenn frumvarpsins sem og þingmenn alla til að staldra við og leita annarra lausna á viðfangsefninu en að þvinga fram ákvörðun í málinu með lagasetningu. Við slíkar aðgerðir sitja allir eftir með sárt enni og óbragð í munni. Traust sveitarstjórnarstigsins og löggjafavaldsins er í húfi“. Að því sögðu þá vonar fulltrúi S-lista að þessu deilumáli ljúki sem fyrst og á farssælan hátt íbúum á Suðurnesjum sem og annarstaðar á landinu til heilla.

Páll Valur, fulltrúi S-lista.

4. Óinnheimtanlegar kröfur - 2112065
Til máls tók: Sigurður Óli.

Hafnarstjórn hefur samþykkt að afskrifa kröfur sem taldar eru fram á meðfylgjandi skjölum, alls að fjárhæð 15.176.097 kr. þar sem þær eru fyrndar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að afskrifa kröfurnar.

5. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2201049
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Hjálmar, bæjarstjóri, Birgitta, Páll Valur og Helga Dís.

Fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. janúar 2022 lögð fram til kynningar.

6. Bæjarráð Grindavíkur - 1601 - 2201008F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hjálmar, Helga Dís, Páll Valur, Guðmundur, Hallfríður og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Skipulagsnefnd - 94 - 2201007F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Helga Dís, bæjarstjóri, Páll Valur, Hjálmar, Hallfríður og Bigitta.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Frístunda- og menningarnefnd - 111 - 2201012F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Guðmundur, Birgitta, Hjálmar, bæjarstjóri, Helga Dís og Hallfríður.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. Hafnarstjórn Grindavíkur - 480 - 2112005F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, bæjarstjóri, Hallfríður og Páll Valur.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 55 - 2112018F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta, Páll Valur, Hallfríður, Helga Dís og Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 56 - 2201006F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta, Páll Valur, Hallfríður, Helga Dís og Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135