Kennsla er hafin á ný í tónlistarskólanum eftir jólafrí. Margir nemendur skólans eru í sóttkví. Af því tilefni viljum við minna á að þeir nemendur sem eru í sóttkví geta samt sem áður mætt í kennslustund á einkahljóðfæri í gegnum Showbie. Þeir sem vilja nýta tímann sinn og fá kennslu í gegnum Showbie er bent á að hafa samband við sinn kennara.