Eldgosiđ sem varđ ađ Fagradalshrauni

  • Fréttir
  • 29. desember 2021

Í rúma sex mánuði þessa árs hefur gosið í Geldingadölum í Fagradalsfjalli. Slíkar náttúruhamfarir hafa ekki átt sér stað hér á Reykjanesinu í yfir 800 ár. Það er því ljóst að Grindvíkingar og landsmenn allir upplifðu sögulega tíma í ár og allt eins líklegt að gos hefjist að nýju á sama stað m.v. atburðarás síðustu daga. 

Eldgosið sem stóð yfir frá mars til september var í formi dyngjugoss. Enginn vissi með neinni vissu um hversu lengi gosið myndi vara. Nú í lok desember hafa yfir 350 þúsund manns lagt leið sína að gosinu samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar. Margir fóru vikulega, jafnvel daglega upp að gosinu til að sjá allar þær breytingar sem voru að eiga sér stað á hverri stundu með hraunflæðinu. Gildir einu hvort gos sé í gangi eða ekki, Geldingadalir eru orðnir vinsæll áfangastaður og nýja hraunbreiðan dregur fólk að. 

Við fórum stuttlega yfir atburðarásina í síðasta tölublaði Járngerðar aðallega í myndum en þær má finna á meðfylgjandi slóð. 

Þann 19. mars síðastliðinn var blað brotið í grindvískri jarðsögu þegar eldgos hófst í Geldingadölum, hið fyrsta á sögulegum tímum á Reykjanesskaga.  Jarðskjálftahrina hafði staðið yfir á Reykjanesi um þriggja vikna skeið samfellt fyrir gos en aðdragandi eldgossins hafði verið 14 mánaða ókyrrð í flekaskilum á Reykjanesskaga sem hélt vöku fyrir mörgum, ef ekki flestum Grindvíkingum.  

Gosið kom úr kvikugangi sem var um 5 km langur og náði frá Keili að Fagradalsfjalli. Kvikan sem fyrst kom upp tróð sér fyrst leið upp í Geldingadölum við austanvert Fagradalsfjall nærri Stóra-Hrúti. Talað hefur verið um að eldgosið sé dyngjugos en slíkt gos hefur ekki sést á Íslandi frá því um lok ísaldar. 

Kvikan kemur langt neðan úr iðrum jarðar, út möttlinum sem er í um 17-20 km dýpi. Tegund hraunsins sem rann um svæðið kallast helluraun. Það sem hefur verið talið óvenjulegt við gosið er að með tímanum hefur yfirleitt dregið úr gosvirkninni en um tíma jókst hún í Geldingadölum, þar til dró aftur út henni og gosinu lauk. A.m.k. tímabundið.

Eins og fyrr segir hefur ekki gosið á Reykjanesi í yfir 800 ár og talið að ekki hafi gosið í Fagradalsfjalli í um 6000 ár. Margir hafa talað um að nú sé skaginn vaknaður og búast megi við röð jarðelda á næstu árum eða áratugum.
Þetta án efa mest sótti „viðburður“ Íslandssögunnar, þar sem í tæpa tvo mánuði þurfti ekki að greiða krónu fyrir. Síðar þurfti aðeins þarf að greiða gjald fyrir að leggja bíl á stæðin sem búið var að útbúa til að anna þeirri umferð sem fór  um svæðið. 

„Þegar hraunrennslið sést orðið úr byggð áttar maður sig á því fyrir alvöru hvað þetta er nálægt okkur Grindvíkingum. Ætla vona að landsmenn fyrirgefi okkur það þó við ýtum upp nokkrum görðum til að kanna hvaða áhrif er hægt að hafa á hraunrennslið.“ Þetta skrifaði Grindvíkingurinn Ómar Davíð Ólafsson á Facebook síðu sinni um leið og hann birti þessa mynd af tröppunum á heimili sínu Bjarmalandi, austur í hverfi. 

Mynd: Ómar Davíð Ólafsson

Strókar mörghundruð metra upp í loft
Strókavirknin í gosinu var um tíma mikil í apríl og maí en datt svo niður 8. maí og þá var jafnt flæði út gígnum. Þegar virknin var sem mest var talið að strókurinn hafi náð 300-400 metra upp í loft, en til samanburðar er Hallgrímskirkja um 75 metra há. Svo hátt náðu strókarnir að þeir sáust vel frá öllu Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. Myndirnar hér fyrir neðan hægra megin voru teknar út um gluggan á bæjarskrifstofum Grindavíkur. 

Mynd efst frá Bjarmalandi: Guðbjartur Agnarsson

Þegar hraunrennslið fór yfir gönguleiðina.

Hraunbreiðan og Grindavík í baksýn. Mynd: Páll Guðjónsson 

Þegar hraunflæðið jókst skyndilega ofan í Nátthaga kvöldið 14. júní 2021. Mynd: Styrmir Geir Jónsson

Hraunbreiðan í Geldingadölum fyrir og eftir að gos hófst. 

Hraunrennslið í öllu sínu veldi í lok janúar. Skjáskot af útsendingu Vísis. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir