Upptaka frá framkvćmdaţingi Heklunnar 2021

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2021

Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, stóð fyrir framkvæmdaþingi í gær. Þar voru kynntar framkvæmdir á vegum sveitarfélaganna, Isavia og Kadeco á næsta ári. Atli Geir Júlíusson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar kynnti á fundinum framkvæmdir í undirbúningi á vegum Grindavíkurbæjar.

Á fundinum sagði Atli m.a. frá fráveituframkvæmdum, byggingu félagsaðstöðu eldri borgara, uppbyggingu Hlíðarhverfis, nýjum leikskóla, uppbyggingu iðnaðarhverfis við Eyjabakka, iðnaðaruppbyggingu utan þéttbýlis, viðhaldsframkvæmdum við Grindavíkurhöfn, gatnagerð, hjólastígum, LED-væðingu gatnalýsingar, nýrri töflu og stúku í nýjan íþróttasal, viðbyggingu við Hópsskóla, viðhald fasteigna og uppbyggingu áningarstaða fyrir íbúa og ferðamenn við Eldvörp, Brimketil og Þorbjörn. Þá var imprað á hugmyndum um sundlaugarsvæðið, gervigrasvöll, tengibyggingu við Hópið, stækkun Kvikunnar, aðstöðu við golfvöllinn og áframhaldandi gatnagerð í nýju hverfi ásamt göngu- og hjólastígum. 

Kynningu Atla má finna hér á pdf formi

Horfa má á erindi Atla ásamt öðrum erindum hér


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. janúar 2022

Refaspjall á morgun 19. janúar

Fréttir / 16. janúar 2022

Leikskólinn Laut opnar aftur í fyrramáliđ

Fréttir / 15. janúar 2022

Skilabođ frá heilsugćslu HSS

Fréttir / 5. janúar 2022

Styrktarsjóđur opnađur

Fréttir / 6. janúar 2022

Rafmagnslaust viđ Miđgarđ og Seljabót

Fréttir / 5. janúar 2022

Slćm veđurspá. Pössum lausamuni

Fréttir / 4. janúar 2022

Mest lesnu fréttir ársins 2021