Grindavíkurbćr auglýsir lóđir í Hlíđarhverfi lausar til umsóknar

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2021

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Grindavík á undanförnum árum og umfram eftirspurn verið eftir íbúðalóðum í Grindavík. Íbúðarbyggðin í Hlíðarhverfi er í meginatriðum lágreist, einnar og tveggja hæða sérbýlishús og tveggja til þriggja hæða lítil fjölbýlishús. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 404 íbúðum. Í fyrsta áfanga eru 12 einbýlishús, 11 raðhúsalóðir (47 íbúðir), 6 parhúsalóðir (12 lóðir) og 5 lóðir fyrir fjölbýli.

Í Hlíðarhverfi er fyrirhugað að reisa 6 deilda leikskóla. Stutt verður að fara í nýlegan Hópsskóla (grunnskóla) og glæsileg íþróttamannvirki.

Grindvíkurbær býður upp á lægstu fasteignagjöldin á suðvesturhorninu samanber árlegan samanburð Byggðastofnunar. Þá innheimtir Grindavíkurbær lægra útsvar en nágrannasveitarfélögin á suðvesturhorninu.

Kannanir sýna að Grindvíkingar eru hamingjusamastir Íslendinga og einna ánægðastir með þjónustu síns sveitarfélags. Gatnagerð í fyrsta áfanga Hlíðarhverfis er í fullum gangi og er áætlað að henni ljúki í lok desember 2021.

Umsóknir fyrir einbýlis-, rað- og parhúsnæði sem taka á fyrir í desember skulu hafa borist eigi síðar en á hádegi þriðjudaginn 14. desember. 

Allar upplýsingar um Hlíðahverfi og lóðaúthlutun má finna hér. 

Uppfært 26.11.2021: Umsóknir fyrir fjölbýlishús þurfa að berast fyrir kl. 12:00 þann 15. desember. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. janúar 2022

Refaspjall á morgun 19. janúar

Fréttir / 16. janúar 2022

Leikskólinn Laut opnar aftur í fyrramáliđ

Fréttir / 15. janúar 2022

Skilabođ frá heilsugćslu HSS

Fréttir / 5. janúar 2022

Styrktarsjóđur opnađur

Fréttir / 6. janúar 2022

Rafmagnslaust viđ Miđgarđ og Seljabót

Fréttir / 5. janúar 2022

Slćm veđurspá. Pössum lausamuni

Fréttir / 4. janúar 2022

Mest lesnu fréttir ársins 2021