Fisktćkniskóli Íslands og Mennta- og menningarmálaráđuneytiđ gera fimm ára samning

  • Fréttir
  • 23. nóvember 2021

Mikilvægur samningur var í höfn í liðinni viku þegar Fisktækniskóli Íslands og Mennta- og menningarmálaráðuneytið gerðu fimm ára samning um grunnám í fisktækni.
Undirritun samningisins fór fram í Grindavík síðastliðinn föstudag og greindu Víkurfréttir frá undirrituninni ásamt því að birta myndir. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaði samninginn fyrir hönd síns ráðuneytis og Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari, fyrir hönd Fisktækniskóla Íslands.

Samningurinn er til fimm ára um kennslu grunnnáms í fisktækni og er endurnýjun á fyrri samningi með viðbótum. Auk þess að leysa af hólmi eldri samning frá 2016 opnar nýr samningur á þann möguleika að taka til kennslu á fleiri brautum skólans, svo sem í veiðarfæratækni (netagerð), fiskeldi, gæðastjórn, Marel-vinnslutækni og haftengdri nýsköpun, en skólinn hefur boðið fram þetta nám undanfarin ár við miklar vinsældir.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun Fisktækniskóla Íslands en um þessar mundir stunda um 160 nemendur nám á skipulögðum brautum skólans, auk þess fer fram umfangsmikið námskeiðahald hjá skólanum. Nánast öll kennsla fer fram í Grindavík en Fisktækniskólinn er einnig með kennsluaðstöðu í Garðabæ, Reykjavík og á Bíldudal. Þá hefur skólinn boðið fram grunnnám í samstarfi við skóla og fræðsluaðila víða um land.

Frá því skólinn hlaut viðurkenningu 2012 hafa vel á fjórða hundrað nemenda lokið námi af skilgreindum brautum skólans og þar af samtals um eitt hundrað frá samstarfsskólum og fræðsluaðilum á Sauðárkróki, Tröllaskaga/Dalvík, Akureyri og Höfn í Hornafirði. 

Undirritun samningsins fór fram í húsnæði Fisktækniskólans í Grindavík að viðstöddum fulltrúum Grindavíkurbæjar, Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum, stjórnar og starfsmanna skólans. Flutt voru stutt ávörp og þakkaði skólameistari ráðherra sérstaklega fyrir stuðning við skólann og hafði á orði að „þessi ráðherra“ hafi verið sérstaklega iðinn við að mæta á alls kyns viðburði tengda skólanum og uppbyggingu hans. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 29. nóvember 2021

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 26. nóvember 2021

Upptaka frá framkvćmdaţingi Heklunnar 2021

Fréttir / 24. nóvember 2021

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 24. nóvember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

Fréttir / 23. nóvember 2021

Brautryđjendur í heilsustefnu leikskóla

Höfnin / 22. nóvember 2021

Met afli hjá Tómasi Ţorvaldssyni GK-10.

Fréttir / 21. nóvember 2021

Lokanir á Leikskólanum Laut

Fréttir / 18. nóvember 2021

D vítamín: Sólskin í skammdeginu

Fréttir / 18. nóvember 2021

Grindavík međ liđ í Krakkakviss

Fréttir / 16. nóvember 2021

Pistill bćjarstjóra: Búseta og lífsskilyrđi