Grindavík međ liđ í Krakkakviss

  • Fréttir
  • 18. nóvember 2021

Í byrjun nóvember hóf Stöð 2 leit að þátttakendum á aldrinum tíu til tólf ára, nemendum í 5. til 7. bekk, í Krakkakviss sem er nýr og stórskemmtilegur spurningaþáttur. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í lok nóvember og verða þeir sýndir í janúar á næsta ári.

Það er gaman að segja frá því að af 400 liðum komust 8 áfram. Af þeim á Grindavík eitt lið. Þau sem skipa liðið eru þau Hreiðar Leó Vilhjálmsson, Hafþór Óli Jóhannesson og Zofia Dreksa. Öll eru þau saman í 6.U við Grunnskóla Grindavíkur.

Í þáttunum verða þrír keppendur saman í liði og keppa fyrir hönd íþróttafélaga, líkt og í spurningaþættinum Kviss. Stjórnendur þáttarins eru Berglind Alda Ástþórsdóttir og Mikael Emil Kaaber. 

Umsóknarferlið fór þannig fram að sett voru saman þriggja manna lið og þeim falið að taka upp myndband þar sem keppendur sögðu frá sér og liðinu. Í hverju liði þurftu að vera keppendur af báðum kynjum.

Tökur á þáttunum hefjast næsta þriðjudag. 

Við óskum þeim Hreiðari, Hafþóri og Sosiju innilega til hamingju með að vera komin í keppnina og hlökkum til að fylgjast með þeim í sjónvarpinu á nýju ári!

Á meðfylgjandi mynd má sjá grindvísku keppendurna ásamt Birni Braga, aðalspyrli Kviss-þáttanna í sjónvarpssettinu. f.v. Zofia, Hreiðar Leó, Björn Bragi og Hafþór Óli


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir