Grindvíkingar sanna enn og aftur ađ viđ stöndum alltaf saman

  • Fréttir
  • 17. nóvember 2021

Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildar Þórkötlu og stóð í ströngu með stöllum sínum í félaginu eftir að eldgosið hófst í Geldingadölum. Félagið hefur verið mjög öflugt í að sinna slysavarnaverkefnum eins og t.d. með könnun á öryggi barna í bílum, með gjöfum á vestum og endurskinsmerkjum til leik- og grunnskólabarna svo fátt eitt sé nefnt. Guðrún Kristín var í viðtali í nýjasta tölublaði Járngerðar. 

Guðrún Kristín Einarsdóttir er uppalinn Grindvíkingur og hefur  búið hér alla sína ævi. Hún er að eigin sögn þriggja barna móðir, dóttir, systir, unnusta og slysavarnakona í húð og hár. Guðrún Kristín eða Gunna Stína eins og hún er kölluð hefur brennandi áhuga á að ferðast og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Hún hefur staðið í ströngu með sínum félagskonum í Þórkötlu eftir að eldgosið hófst í Geldingadölum 19. mars sl. en gaf sér þó tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Járngerði. 


Hvernig myndir þú lýsa starfi Þórkötlu?
Slysavarnadeild Þórkötlu er öflug deild en í félagið eru skráðar 140 félagskonur. Af þeim eru, að sögn Gunnu Stínu 77 virkar, en 63 styrktarkonur. „Starf Þórkötlu felst aðallega í fjáröflunum  fyrir björgunarsveitina Þorbjörn og hafa helstu fjáraflanir í gegnum tíðina verið að selja varning á Sjóaranum síkáta og 17. júní, fyrirtækjabakstur, kökubasar og sala á jólarósum í fyrirtæki á  Aðventunni.
Við sinnum líka slysavarnaverkefnum í okkar nærumhverfi, til dæmis “öryggi barna í bíl,” könnun sem er gerð við leikskólana og umferðarkönnun á helstu umferðargötum bæjarins. Við höfum gefið vesti og endurskinsmerki í leikskólana og skólana og björgunarvesti á bryggjuna, ásamt mörgum öðrum verkefnum.
Við erum alltaf með tvo félagsfundi á ári, á vorin er aðalfundur og svo erum við með haustfund sem hefur alltaf verið mikill skemmtifundur fyrir félagskonurnar, þar sem við fáum góðan gest til okkar, bjóðum upp á mat, happdrætti og fleira.“ 

Finnið þið fyrir aukum áhuga á starfinu eftir að gosið hófst og störf félagsmanna Slysavarnadeildarinnar Landsbjargar fóru að vera eins áberandi og þau eru?
„Já alveg gríðarlega, like-síðan okkar á Facebook er að springa! Það hafa fimm nýjar konur gengið í deildina síðan gos byrjaði og einnig eru nokkrar konur sem hafa verið óvirkar í einhvern tíma búnar að skila sér til baka. Sem mér finnst alveg æðislegt og við í stjórninni fögnum því.“

Hversu oft ertu búin að fara upp að eldgosinu?
„Skammast mín pínu fyrir að segja það, en ég er bara búin að fara einu sinni en stefni að því að fara aftur fljótega. Það er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá mér!“

Hvernig hefur gengið með Ellubúð?
„Það hefur sko gengið vonum framar, viðtökurnar hafa verið alveg gríðarlega góðar og þetta verkefni stækkaði heldur betur í höndunum á okkur fyrstu helgina! Planið var að láta bara reyna á þetta og núna erum við komnar í það að geta  ekki lokað Ellubúð strax. Við fórum í þetta verkefni og ákváðum að taka einn dag í einu og erum búnar að gera það núna í mánuð og verðum eitthvað áfram.“

Hvernig hefur starfið verið á tímum Covid?
„Það er ekki hægt að segja annað en að það sé búið að vera mjög krefjandi. Þegar hertu aðgerðirnar voru settar á vikuna eftir að gosið byrjaði þá lögðust allir á eitt að gera þetta vel og gera þetta saman. Og það gekk mjög vel og sluppum við sem betur fer við að smit kæmi inn í starfið því það hefði sett allt úr skorðum hjá okkur og björgunarsveitinni.“

Tíminn til að ganga í Þórkötlu er núna
Gunna Stína segir að ef einhvern tímann sé tækifæri til að ganga í félagið þá sé það núna. „Við tökum vel á móti nýjum félagskonum og það er nóg af viðburðum og verkefnum framundan á nýju starfsári. 
Mig langar líka, fyrir hönd stjórnar og félagskvenna, að þakka öllum kærlega fyrir allan stuðninginn sem við höfum fengið frá upphafi. Fyrirtæki og einstaklingar í Grindavík komu færandi hendi með heitan mat, bakkelsi og alls konar aðstoð. Grindvíkingar sanna enn og aftur að við stöndum alltaf saman og að það er langbest að búa í Grindavík“, segir Gunna Stína að lokum.

Guðrún Kristín fremst með stöllum sínum í deildinni, t.v. Guðrún María, Petra Rós, Guðfinna, Aníta, Guðrún Kristín, Jóhanna. Emma og Jenný. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. janúar 2022

Refaspjall á morgun 19. janúar

Fréttir / 16. janúar 2022

Leikskólinn Laut opnar aftur í fyrramáliđ

Fréttir / 15. janúar 2022

Skilabođ frá heilsugćslu HSS

Fréttir / 5. janúar 2022

Styrktarsjóđur opnađur

Fréttir / 6. janúar 2022

Rafmagnslaust viđ Miđgarđ og Seljabót

Fréttir / 5. janúar 2022

Slćm veđurspá. Pössum lausamuni

Fréttir / 4. janúar 2022

Mest lesnu fréttir ársins 2021