Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

  • Fréttir
  • 25. október 2021

521. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. október 2021 og hefst kl. 16:00.
 

Dagskrá:

Almenn mál

1. 2109140 - Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024

Endurskoðun Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja óskar eftir umsögn um verk- og matslýsingu vegna endurskoðunar á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við verk- og matslýsinguna á fundi þann 21. október 2021. Afgreiðslu skipulagsnefndar var vísað til bæjarstjórnar.

2. 2012024 - Deiliskipulagsbreyting - Orkuvinnslusvæði á Reykjanesi
Greinagerð og skipulagsuppdráttur deiliskipulagsbreytingar orkuvinnslu og iðnaði á Reykjanesi lögð fram.
Skipulagsnefnd samþykkti að deiliskipulagstillagan verði send í auglýsingu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 á fundi þann 21. október 2021.

Skiplagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3. 2110060 - Deiliskipulag við Þorbjörn
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Þorbjörn og svæðið í kring lögð fram. Málsmeðferð verður í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og að um hana verði leitað umsagna hjá umsagnaraðilum og hún kynnt almenningi.

Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4. 2109032 - Reglur um lóðarúthlutanir- breyting
Lagðar eru fram tillögur að breytingum á reglum um lóðarúthlutanir hjá Grindavíkurbæ.

Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi þann 21. október 2021 og samþykkti breytingar á lóðarúthlutunarreglunum. Skipulagnefnd vísaði erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

5. 2110076 - Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - golfvöllur, stígur og hreinsivirki
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna golfvallar, stígs vestan við Grindavík og hreinsivirkis við Eyjabakka lögð fram. Kynning og samráð um skipulagslýsingu  skipulagstillögunnar hefur farið fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi þann 21. október sl. að aðalskipulagstillagan verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6. 2110059 - Umsókn um byggingarleyfi - Víkurhóp 63
Eignarhaldsfélagið Normi sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss við Víkurhóp 63.

Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin fyrir sitt leyti á fundi þann 21. október 2021 og vísaði erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

7. 2110054 - Norðurhóp 64 - Umsókn um byggingarleyfi
H.H. Smíði ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi við Norðurhóp 64. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti á fundi þann 21. október 2021 og var erindinu vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

8. 2109102 - Búðir - Breyting á byggingarleyfi
Grenndarkynning vegna breytingar á byggingarleyfi við Búðir lauk 21. október. Engar athugasemdir bárust. Álit Minjastofnunar liggur fyrir án athugasemda. Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin á fundi þann 21. október 2021 og vísaði erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

9. 2110077 - Umsókn um byggingarleyfi - Fálkahlíð 2 (Nýr leikskóli)
Grindavíkurbær sækir um byggingarleyfi fyrir nýjan leikskóla í Hlíðarhverfi við Fálkahlíð 2. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sex deilda leikskóla á fundi þann 21. október 2021. Erindinu var vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

10. 2106003 - Skjalastefna Grindavíkur
Skjalastefna Grindavíkurbæjar lögð fram til samþykktar. Bæjarráð samþykkti framlagða skjalastefnu og vísaði henni til samþykktar í
bæjarstjórn.

11. 2106082 - Umsóknir um starfsstyrki á frístunda- og menningarsviði 2022
Drög að samstarfssamningum á frístunda- og menningarsviði við eftirtalda aðila lögð
fram:

Félag eldri borgara í Grindavík. Golfklúbbur Grindavíkur. Grindavíkurskip. Hestamafélagið Brimfaxi. Íþróttafélagið Nes. Knattspyrnudeild UMFG. Knattspyrnufélagið GG. Kvenfélag Grindavíkur. Kvennakór Grindavíkur. Minja- og sögufélag Grindavíkur. Slysavarnardeildin Þórkatla. Unglingadeildin Hafbjörg.

12. 2110011 - Þjónustumiðstöð - beiðni um viðauka 2021
Lögð fram beiðni um viðauka vegna viðhalds skólabifreiða að fjárhæð kr. 2.250.000 og kr. 3.000.000 á verkefni 32-1150515, Gatnakerfi: Gangbrautarljós í eignfærðri fjárfestingu 2021.
Lagt er til að viðaukarnir verði fjármagnaðir með hækkun á áætlun staðgreiðslu, lykill 00010-0021 um kr. 5.250.000.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

13. 2107043 - Fjárhagsáætlun 2022-2025 - Grindavíkurbær og stofnanir
Fjárhagsáætlun 2022-2025 lögð fram til fyrri umræðu.

 

Fundargerðir til kynningar
 

14. 2102009 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 24. september 2021 er lögð fram.
15. 2110002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1593
16. 2110004F - Bæjarráð Grindavíkur - 1594
17. 2110009F - Bæjarráð Grindavíkur - 1595
18. 2110008F - Skipulagsnefnd - 91
19. 2110003F - Fræðslunefnd - 113
20. 2110001F - Frístunda- og menningarnefnd - 108
21. 2110007F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 54

22.10.2021
Fannar Jónasson, bæjarstjóri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 29. nóvember 2021

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 26. nóvember 2021

Upptaka frá framkvćmdaţingi Heklunnar 2021

Fréttir / 24. nóvember 2021

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 24. nóvember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

Fréttir / 23. nóvember 2021

Brautryđjendur í heilsustefnu leikskóla

Höfnin / 22. nóvember 2021

Met afli hjá Tómasi Ţorvaldssyni GK-10.

Fréttir / 21. nóvember 2021

Lokanir á Leikskólanum Laut

Fréttir / 18. nóvember 2021

D vítamín: Sólskin í skammdeginu

Fréttir / 18. nóvember 2021

Grindavík međ liđ í Krakkakviss

Fréttir / 16. nóvember 2021

Pistill bćjarstjóra: Búseta og lífsskilyrđi