Fjör í föndursmiđju Kvikunnar

  • Fréttir
  • 18. október 2021

Í dag og á morgun býður Kvikan upp á föndursmiðjur með hrekkjavökuþema, í tilefni af vetrarfríi Grunnskóla Grindavíkur. Hrekkjavökusmiðjan fer fram í viðburðasal hússins, sem gengur undir vinnuheitinu Svartsengi, frá kl. 10:00-12:00 báða dagana. Smiðjurnar eru öllum opnar, þátttakendum að kostnaðar lausu, en ekki er boðið upp á gæslu. 

Í dag var unnið á fjórum stöðvum og við breytum tómum krukkum, klósettrúllum, eggjabökkum og skyrdósum í spúkí hrekkjavökuskreytingar eins og myndirnar sýna. Jafnframt gátu krakkarnir búið sér til grímur og nokkrir unnu saman að því að smíða tímavél úr pappakössum.

Á morgun verður hægt að spreyta sig á sömu verkefnum en að auki ætlum við að útbúa einskonar brúðuleikhús. Það gekk vel á birgðirnar í dag svo gott að taka með sér efnivið úr grænutunnunni á leiðinni út – t.d. tómar krukkur, klósettrúllur og eggjabakka. 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 30. nóvember 2021

Kaffihúsakvöld í Kvikunni

Grunnskólafréttir / 26. nóvember 2021

Upplýsingatćkni í 3.bekk

Fréttir / 23. nóvember 2021

Óskađ eftir frambođum í Ungmennaráđ

Fréttir / 16. nóvember 2021

Starfsfólk í heimaţjónustu

Höfnin / 22. nóvember 2021

Met afli hjá Tómasi Ţorvaldssyni GK-10.

Fréttir / 21. nóvember 2021

Lokanir á Leikskólanum Laut

Fréttir / 18. nóvember 2021

D vítamín: Sólskin í skammdeginu

Fréttir / 18. nóvember 2021

Grindavík međ liđ í Krakkakviss

Fréttir / 16. nóvember 2021

Pistill bćjarstjóra: Búseta og lífsskilyrđi

Grunnskólafréttir / 16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu