Laus stađa í íţróttamiđstöđ Grindavíkur

  • Fréttir
  • 12. október 2021

Íþróttamannvirkin er tilvalinn starfsvettvangur fyrir fólk sem vill vinna í fjörugu og skemmtilegu umhverfi. Starfið er fyrir þá sem hafa ánægju af því að umgangast börn og unglinga og þjónusta viðskiptavini á öllum aldri.

Íþróttamannvirki Grindavíkurbæjar eru tveir íþróttasalir, sundlaug, fótboltavellir, hópið, Gym heilsa og aðstaða fyrir dans, pílu, júdó og taekwondo ásamt samkomu og fundaraðstöðinni Gjánni.

Í boði er 100% staða fyrir karlmann. Unnið er á vöktum,  morgunvaktir og kvöldvaktir til skiptis. Morgunvaktin er kl: 6:00-14:00 og kvöldvaktin er kl: 14:00-22:00. Einnig er unnin fjórðahverja helgi.

Umsóknarfrestur er til og með 18. október. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Helstu verkefni og ábyrgð
•    Stuðla að því að gestir íþróttamannvirkjanna finni fyrir öryggi og ánægju með þjónustuna.
•    Hjálpa börnum að upplifa sig velkominn og örugg í íþróttamannvirkjunum.
•    Klefavarsla
•    Framfylgja öryggis- og umgengnisreglum.
•    Þrif og minniháttar viðgerðir og viðhald.
•    Aðstoða gesti eftir þörfum.

Menntunar- og hæfniskröfur
•    20 ára eða eldri
•    Góð almenn menntun og reynsla sem nýtist í starfi 
•    Jákvætt viðhorf,góð  þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum 
•    Reynsla og ánægja að vinna með börnum og unglingum
•    Stundvísi 
•    Almenn tæknikunnátta æskileg
•    Reynsla af öryggismálum sundstaða kostur
•    Þátttaka á námskeiði í skyndihjálp og björgun úr laug ásamt því að standast hæfnispróf laugarvarða sbr. reglugerð fyrir sundstaði 
•    Hreint sakavottorð 
•    Laun eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og starfsmannafélags Suðurnesja.

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og stutt greinagerð um ástæður þess að viðkomandi vill starfa í íþróttamannvirkjum Grindavíkurbæjar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Árni Ólafsson forstöðumaður Íþróttamannvirkja Grindavíkurbæjar joi@grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Fréttir / 25. október 2021

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Grunnskólafréttir / 21. október 2021

Svo skemmtilegt í heimilisfrćđi!

Fréttir / 18. október 2021

Fjör í föndursmiđju Kvikunnar

Fréttir / 18. október 2021

Sviđamessa Lions 22. október

Fréttir / 15. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Fréttir / 15. október 2021

Opiđ sviđ á Fish House á laudagdaginn

Fréttir / 14. október 2021

Sögustund međ Alla í Kvikunni

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Góđur vinafundur ţegar leikskólabörn heimsóttu 1.bekkinga

Fréttir / 12. október 2021

Sjálfbćrar byggingar í Grindavík

Fréttir / 12. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum 2021