Alfređ Jóhannsson: Fullur tilhlökkunar fyrir spennandi starfi

  • Fréttir
  • 8. október 2021

Alfreð Elías Jóhannsson skrifaði í vikunni undir þriggja ára samning við Grindavík og er tekinn við sem þjálfari karlaliðsins. Janko, eða Milan Stefán Jankovic, verður með honum í þjálfarateyminu.

Alfreð er Grindvíkingur sem lék með liðinu á árunum 2002, 2003 og 2005 í efstu deild. Alfreð sagði í samtali við vef Grindavíkurbæjar vera spenntur fyrir komandi verkefni. " Það hefur alltaf verið í kollinum á mér að það væri gaman af þjálfa í heimabænum. Ég ræddi síðan við stjórnarmenn um að taka við og nú er ég fullur tilhlökkunar því að þetta ótrúlega spennandi starf."

Alfreð hefur undanfarin ár þjálfað kvennalið Selfoss og var þar á undan þjálfari Ægis og BÍ/Bolungarvíkur. Hann þjálfaði þá karlalið ÍBV ásamt Ian Jeffs undir lok tímabilsins 2016. Eftir að Alfreð hætti að spila knattspyrnu með Grindavík fór hann og spilaði með Njarðvík árið 2007. Þaðan til Víkings Ólafsvík árin 2008 og 2009. Árið 2009 spilaði hann með Stjörnunni og var síðan ráðinn spilandi þjálfari BÍ/Bolungarvík árið 2010. Alfreð var ráðinn þjálfari Ægi Þorlákshöfn 2011-2015. Fór til IBV 2016 og þaðan að þjálfa kvennalið Selfoss árin 2016-2021. 

Árið 2019 gerði hann Selfoss að bikarmeisturum og árið 2020 vann liðið Meistarakeppni KSÍ undir hans stjórn.

Aðspurður hver hafi verið skemmtilegasti samherjinn þegar hann spilaði með Grindavík segir hann valið erfitt. "Það eru svo margir meistarar sem koma upp í hugann. En ég verð að nefna Þjóðverjann Mathias Jack og Albert Sævarsson. 

Er það á planinu að flytja til Grindavíkur?

"Við fjölskyldan erum mjög sátt í Þorlákshöfn og það er ekkert fararsnið á okkur þaðan," segir Alfreð að lokum. 

Við óskum honum og Grindvíkingum til hamingju með ráðninguna og megi Grindavíkurliðinu undir hans stjórn vegna vel á vellinum næsta sumar.  

Meðfylgjandi mynd er frá Knattspyrnudeild UMFG þegar Alfreð skrifaði undir ráðningarsamninginn ásamt Gunnari Már Gunnarssyn, formanni Knattspyrnudeildar UMFG. 

Mynd forsíða: RÚV

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Fréttir / 25. október 2021

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Grunnskólafréttir / 21. október 2021

Svo skemmtilegt í heimilisfrćđi!

Fréttir / 18. október 2021

Fjör í föndursmiđju Kvikunnar

Fréttir / 18. október 2021

Sviđamessa Lions 22. október

Fréttir / 15. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Fréttir / 15. október 2021

Opiđ sviđ á Fish House á laudagdaginn

Fréttir / 14. október 2021

Sögustund međ Alla í Kvikunni

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Góđur vinafundur ţegar leikskólabörn heimsóttu 1.bekkinga

Fréttir / 12. október 2021

Sjálfbćrar byggingar í Grindavík

Fréttir / 12. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum 2021