Gestir Vestnorden heimsóttu Grindavík

  • Fréttir
  • 8. október 2021

Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin á Reykjanesi dagana 5.-7. október sl.  Á Vestnorden koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og ferðaheildsalar víðs vegar að úr heiminum. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og aðrir boðsgestir. Í tengslum við Vestnorden gefst ferðaheildsölunum auk þess kostur á að fara í kynnisferðir til landanna þriggja.

Vestnorden er haldin af Ferðamálasamtökum Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Vestnorden er haldin til skiptis af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi. 

Grindavík var eftirsóttur staður að heimsækja í svokölluðum pre-tours eða ferðum sem farnar voru áður en sjálf kaupstefnan fór fram. Hingað voru farnar þrjár ferðir sem voru ýmist heimsókn í fjórhjólaferðir hjá 4x4 Adventures,  í náttúruperlur eins og Gunnuhver eða að skoða handunnar vörur hjá VIGT og Kristinssyni. Þá fór einn hópurinn í matarsmakk á Fish House sem sló heldur betur í gegn en boðið var upp humarsúpu í forréttasmakk og síðan upp á nautasteik, djúpsteiktan þorsk og risrækjur. Með þessu var síðan boðið upp á íslenskan bjór. 

Á VIGT fengu gestir að skoða úrval vara úr smiðju þeirra mæðgna auk þess sem um var að ræða fyrstu gesti í nýtt og stækkað húsnæði VIGT og 22.10 Brugghús. Gestir Vestnorden fengu að smakka bjór bruggaðan í heimabyggð og fannst gestum úrvalið mjög tilkomumikið og bragðið gott. 

Áður en hópurinn hélt í Bláa Lónið var komið við á vinnustofu Vignis Kristinssonar Kristinsson – handmade. Þar tóku hjónin Vignir og Ólafía á móti hópnum sem var mjög hrifinn af handunnu vörunum og ekki síður húsinu sjálfu sem Vignir hefur sjálfur séð um að innrétta frá A-Ö. 

Grindavíkurbær vill koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra fyrirtækja sem tóku á móti ráðstefnugestum hér í Grindavík. Móttökur þeirra skiluðu af sér sérlega ánægðum gestum sem flestir ef ekki allir hafa í hyggju að skipuleggja ferð til Grindavíkur.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á þriðjudaginn sl. þegar hópurinn kom til Grindavíkur


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Fréttir / 25. október 2021

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Grunnskólafréttir / 21. október 2021

Svo skemmtilegt í heimilisfrćđi!

Fréttir / 18. október 2021

Fjör í föndursmiđju Kvikunnar

Fréttir / 18. október 2021

Sviđamessa Lions 22. október

Fréttir / 15. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Fréttir / 15. október 2021

Opiđ sviđ á Fish House á laudagdaginn

Fréttir / 14. október 2021

Sögustund međ Alla í Kvikunni

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Góđur vinafundur ţegar leikskólabörn heimsóttu 1.bekkinga

Fréttir / 12. október 2021

Sjálfbćrar byggingar í Grindavík

Fréttir / 12. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum 2021