Starf slökkviliđsstjóra laust til umsóknar

  • Fréttir
  • 21. september 2021

Grindavíkurbær leitar að metnaðarfullum einstaklingi í framtíðarstöðu slökkviliðsstjóra Grindavíkurbæjar. Slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi slökkviliðs Grindavíkurbæjar og að unnið sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Mikil áhersla er lögð á áreiðanlega þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð.

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðs
• Ábyrgð á faglegri starfsemi, menntun og þjálfun slökkviliðsmanna
• Stjórn slökkvistarfs við eldsvoða og á vettvangi mengunaróhappa á landi
• Eldvarnareftirlit, skipulag, úttektir, umsagnir og eftirfylgni
• Umsjón með öllum tækjum slökkviliðs og ábyrgð á virkni þeirra
• Áætlanagerð og stefnumótun
• Samskipti við íbúa, fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila
• Situr í almannavarnanefnd

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Löggilding sem slökkviliðsmaður sbr. 17. gr. laga nr. 75/2000
og að lágmarki eins árs reynsla í slökkviliði sem löggiltur
slökkviliðsmaður
• Menntun sem nýtist í starfi
• Menntun til eldvarnareftirlits er kostur
• Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri
• Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar æskileg
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
• Geta til að vinna undir miklu álagi
• Leiðtogafærni, þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Áhugi og vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi
• Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Vegna eðli starfs og viðbragðs utan dagvinnutíma er æskilegt að viðkomandi sé búsettur í Grindavík eða innan 15 mínútna akstursfjarlægðar

Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Einnig skal fylgja afrit af leyfisbréfi og prófskírteini. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Fréttir / 25. október 2021

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Grunnskólafréttir / 21. október 2021

Svo skemmtilegt í heimilisfrćđi!

Fréttir / 18. október 2021

Fjör í föndursmiđju Kvikunnar

Fréttir / 18. október 2021

Sviđamessa Lions 22. október

Fréttir / 15. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Fréttir / 15. október 2021

Opiđ sviđ á Fish House á laudagdaginn

Fréttir / 14. október 2021

Sögustund međ Alla í Kvikunni

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Góđur vinafundur ţegar leikskólabörn heimsóttu 1.bekkinga

Fréttir / 12. október 2021

Sjálfbćrar byggingar í Grindavík

Fréttir / 12. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum 2021