Alţjóđleg gifting viđ Brimketil

  • Fréttir
  • 9. september 2021

Í gær átti sér stað söguleg stund við Brimketil hér rétt fyrir utan Grindavík, þegar þau Sergey og Maria frá Rússlandi gengu þar í hjónaband. Athöfnin var á vegum Siðmenntar og Sigurður Rúnarsson, athafnastjóri, gaf parið saman. Þetta var í fyrsta sinn sem Siðmennt gefur fólk saman á þessum stórbrotna stað, og sennilega í fyrsta sinn í sögunni sem gifting fer fram við Brimketil!

Framkvæmdastjóri Siðmenntar er Grindvíkingurinn Siggeir Fannar Ævarsson, en það var hann sem benti parinu á þessa staðsetningu:

“Í venjulegu árferði, s.s. fyrir covid, þá er um helmingur af öllum giftingarathöfnum hjá okkur erlend pör. Oftar en ekki er það hin stórbrotna íslenska náttúru sem dregur fólkið að og þá sérstaklega fossarnir og svartar fjörur. Flestir eru búnir að plana allt í hörgul, velja staðinn löngu áður en þeir koma hingað og bóka ljósmyndara líka. En svo eru alltaf einhverjir sem eru lítið búnir að plana, og þó svo að við séum ekki “wedding planers” þá er ég tilbúinn með tillögur þegar fólk spyr, og þá set ég alltaf staði á Reykjanesinu efst á blað, eins og Brimketil, Reykjanesvita, Kleifarvatn, Krýsuvíkurbjarg og Seltún. Á maður ekki alltaf að reyna að beina viðskiptum í heimabyggð?”

Það var Siggeir sem tók myndirnar sem fylgja þessari frétt, en hann endaði óvænt í hlutverki brúðkaupsljósmyndara:

“Alla jafna þá fylgir framkvæmdastjórinn nú ekki með þegar fólk bókar athafnir hjá okkur, en ég ákvað að kíkja á staðinn þar sem þetta var hér í Grindavík og var búinn að fá leyfi hjá parinu til að taka nokkrar myndir til að setja á Instagram hjá okkur. En svo endaði ég með símann minn í höndunum, myndavélina þeirra og símann hans Sigga. Þetta var virkilega falleg og hlýleg athöfn, þrátt fyrir mikla vindkælingu! Þau fóru svo með heityrði fyrir hvort annað á rússnesku sem ég giska á að hafi verið mjög falleg, þau voru a.m.k. bæði með tárin í augunum. Eða kannski var það vindurinn?” - sagði Siggeir að lokum. 

Siggeir Ævarsson er framkvæmdastjóri Siðmenntar og tók meðfylgjandi myndir með leyfi brúðhjónanna.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir