Otti kjörinn formađur Landsbjargar

  • Fréttir
  • 9. september 2021

Grindvíkingurinn Otti Sigmarsson var um liðna helgi kjörinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi þess í Hörpu. Otti hefur áralanga reynslu af starfi björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og m.a. sinnt undanfarið starfi varaformanns. Þá hefur Otti verið umsjónarmaður Unglingadeildarinnar Hafbjargar. 

Otti var valinn Grindvíkur ársins 2013 fyrir óeigingjarnt starf innan Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og var vel að þeirri nafnbót kominn. 

Það var í maí 2017 sem Otti var fyrst kjörinn í stjórn Landsbjargar og tekur nú við keflinu sem formaður þessarar öflugu og mikilvægu hreyfingar sem Landsbjörg er.

Otti sagðist á Facebook síðu sinni vera hrærður yfir þeim stuðningi sem hann hafi fengið og öllum kveðjunum sem honum bárust í kjölfarið. "Það mun heldur betur veita mér byr í komandi verkefni. Framundan eru spennandi tímar hjá félaginu, ný stjórn hefur verið kjörin og mikið af nýju fólki tekið við stjórnartaumunum.

Ég mun ekki bregðast ykkur, því lofa ég.
Takk fyrir allt, takk fyrir mig"

Við óskum Otta innilega til hamingju með kjörið!

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir