Eftirfylgniađferđin nýtt í sóttkví kennara

  • Tónlistaskólafréttir
  • 2. september 2021

Fyrir viku síðan greindist kennari tónlistarskólans með covid-19 smit. Nú eru tveir kennarar skólans í sóttkví en þrátt fyrir það fellur tónlistarkennsla þeirra nemenda ekki niður. Eftirfylgniaðferðin hefur margsannað sig en nemendur þeirra kennara sem eru í sóttkví bauðst kennsla í gegnum Showbie. Annars vegar bauðst þeim að senda kennaranum myndband þar sem kennarinn svaraði með athugasemdum. Hins vegar stóð til boða að mæta í hljóðfæratíma og hitta kennarann sinn á þeirra svæði á Showbie. Kerfið býður upp á kennslu í rauntíma þar sem kennari er heima og nemandi í skóla eins og raunin hefur verið í tónlistarskólanum þessa vikuna.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig fyrirkomulagið í fjarkennslu hefur verið í vikunni. Nemendur eru almennt ánægðir með kennsluna og kennararnir sammála um að tímarnir hafi verið markvissir og borið góðan árangur. Þess má geta að skólinn hlaut hvatningarverðlaunin 2021 sem fræðslunefnd Grindavíkurbæjar veitir en verðlaunin fékk skólinn fyrir þróun sína á Eftirfylgniaðferð í kennslu með notkun Showbie kerfisins. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 6. febrúar 2023

Sokkinn bátur varđ ađ rćđupúlti

Fréttir / 6. febrúar 2023

Viltu finna milljón?

Fréttir / 30. janúar 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 24. janúar 2023

Laust starf: Sálfrćđingur

Fréttir / 19. janúar 2023

Laus störf: Starfsfólk í heimaţjónustu

Fréttir / 16. janúar 2023

Laust starf viđ leikskólann Laut

Fréttir / 13. janúar 2023

Tilkynning frá Kölku varđandi sorphirđu