Sérstakir frístundastyrkir út áriđ og sótt um gegnum Sportabler

  • Fréttir
  • 1. september 2021

Nýtt tímabil er hafið eða við það að hefjast hjá mörgum þeim félögum og stofnunum sem bjóða upp á skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Vakin er athygli á því að félagsmálaráðuneytið hefur framlengt sérstaka frístundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt verður að sækja um styrkina við skráningu barns í tómstundastarf gegnum Sportabler. Prófanir á virkni Sportabler eru í gangi og stefnt er á að opna fyrir umsóknir í vikunni. UMFG er eitt þeirra félaga sem notar forritið til að halda utanum skráningar. 

Ef verið er að skrá í námskeið sem ekki er með skráningarferli gegnum Sportabler má senda greiðslukvittun á netfangið tomstundastyrkur@grindavik.is eigi barn rétt á styrk. Þetta á t.d. við um tónlistarnám og dansnámskeið. 

Hægt er að sækja sérstakan frístundastyrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2006-2015 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júní 2021. Styrkurinn er 25.000 kr. á hvert barn til áramóta.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir