Kennari í tónlistarskólanum greindur međ Covid-19

  • Tónlistaskólafréttir
  • 28. ágúst 2021

Þær leiðinlegu fréttir bárust í gærkvöldi að einn kennari tónlistarskólans greindist með Covid-19.

Skólahald verður af þessum sökum laskað að einhverju leyti og allur skólinn nú kominn í smitgát.

Smitrakningarteymið segir nemendur kennarans ekki þurfa að fara í sóttkví þar sem sóttvarnir skólans haldi hvað varðar fjarlægðarmörk milli kennarans og nemenda í kennslustofu, grímunotkun kennara og því að kennararinn og nemendur deila ekki hljóðfæri.

Kennarinn er kominn í einangrun, tveir kennarar sem kenndu sl. fimmtudag og voru í návígi við viðkomandi kennara eru komnir í sóttkví og aðrir starfsmenn í smitgát.

Það þýðir að sýna þarf sérstaka aðgát í samskiptum innan skólans, huga vel að hreinlæti, persónulegum sóttvörnum og grímunotkun.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 6. febrúar 2023

Sokkinn bátur varđ ađ rćđupúlti

Fréttir / 6. febrúar 2023

Viltu finna milljón?

Fréttir / 30. janúar 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 24. janúar 2023

Laust starf: Sálfrćđingur

Fréttir / 19. janúar 2023

Laus störf: Starfsfólk í heimaţjónustu

Fréttir / 16. janúar 2023

Laust starf viđ leikskólann Laut

Fréttir / 13. janúar 2023

Tilkynning frá Kölku varđandi sorphirđu