Ráđherra stađfestir örnefniđ Fagradalshraun

  • Fréttir
  • 20. júlí 2021

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur með erindi dagsettu 2. júlí sl. staðfest ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar um að það hraun sem nú rennur við Fagradalsfjall verði nefnt Fagradalshraun

Forliðurinn vísar til Fagradalsfjalls sem dregur nafn sitt af dal, vestan í fjallinu. Fagradalsfjall var og er eitt þekktasta örnefnið í nágrenni hraunsins. Þá vísar forliðurinn einnig til Fagradalsfjallskerfisins, eins af nokkrum eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga en hraunið rennur úr Fagradalsfjallskerfinu.

Grindavíkurbær óskaði í lok mars eftir tillögum frá almenningi að heitum á ný náttúrufyrirbæri innan sveitarfélagsins. Alls bárust 339 hugmyndir að heiti á hraunið. Bæjarstjórn samþykkti örnefnið Fagradalshraun á fundi sínum þann 25. maí og vísaði örnefninu til staðfestingar mennta- og menningarmálaráðherra með vísan til laga nr. 22/2015.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Höfnin / 18. september 2021

Nýja skolpdćlustöđin

Fréttir / 17. september 2021

Könnun á viđhorfi til leikvalla í Grindavík

Grunnskólafréttir / 15. september 2021

Brúum biliđ milli leikskóla og grunnskóla, fjör í Hópinu

Fréttir / 9. september 2021

Alţjóđleg gifting viđ Brimketil

Fréttir / 8. september 2021

Miđasala á VHS krefst virđingar í Kvikunni

Fréttir / 3. september 2021

Lóđir viđ Ufsasund lausar til umsókna  

Fréttir / 1. september 2021

Ćfingatafla Körfuknattleiksdeildar UMFG

Fréttir / 31. ágúst 2021

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag