Vinnuskólinn: Flestir ađ stíga sín fyrstu skref á vinnumarkađi

  • Fréttir
  • 12. júlí 2021

Vinnuskóli Grindavíkur hófst fyrir tæpum mánuði og hafa bæjarbúar líklega orðið varir við unglingana í gulu vestunum róta í beðum eða slá opin svæði.

Í Vinnuskólanum í ár eru rúmlega 150 nemendur á aldrinum 14-17 ára. Mörg þeirra eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og Vinnuskólinn oft fyrsta launaða starfið þeirra.  Við hvetjum bæjarbúa til þess að taka tillit til þess þegar ábendingum er komið á framfæri. Gott er að senda póst á sveitarfélagið á grindavik@grindavik.is

Unglingar vinnuskólans eru að læra á vinnumarkaðinn en um leið fegra bæinn okkar. Lögð er áhersla á að vel takist til og að upplifunin af vinnu sé jákvæð. 

Flestir nemendur Vinnuskólans sinna umhirðu á opnum svæðum en hafa ber í huga að vinnuskólinn er skóli þar sem nemendur fá fræðslu um ýmislegt sem tengist hinum almenna vinnumarkaði, vinnutengdum málefnum o.fl.

Í þessari viku er starf vinnuskólans brotið upp með tveimur forvarnadögum. Jafningjafræðsla Hins Hússins hitti unglingana á mánudaginn og Erna Kristín, betur þekkt sem Ernuland, kom á þriðjudaginn. 

Til viðbótar er Grindavíkurbær að bjóða upp á sumarstörf fyrir ungmenni á aldrinum 18-20 ára og háskólanema.  Samtals hátt í 50 störf auk um 20 flokkstjóra. 

Hér má fylgjast með Vinnuskóla Grindavíkur á Facebook

 

Meðfylgjandi myndir eru teknar af Facebook síðu vinnuskólans. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG