Hvolpasveitin í Grindavík

  • Fréttir
  • 8. júlí 2021

Stefán Jónsson er hundaræktandi í Grindavík en sex vikur eru síðan tíkin hans Villimey gaut sjö ljósum labrador hvolpum. Þetta er í annað sinn sem tíkin eignast hvolpa. Stefán hefur verið í hunda „bransanum“ í u.þ.b. níu ár en móðir Villimeyjar er Eskja. Eskja er svört tík sem Stebbi, eins og hann er kallaður, fékk þegar hún var hvolpur. Rakkinn sem Villimey var pöruð við er margverðlaunaður sýningarakki innfluttur frá Póllandi. 

„Ég var bara á leið á ball í bænum þegar ég sá að verið var að auglýsa hvolpa í Keflavík á Bland. Ég ákvað að kíkja fyrst þangað og fékk Eskju svo heim með mér daginn eftir.“ 

Gotið nú er einstaklega gott að sögn Stebba. Búið er að taka hvolpana út og þeir eiga allir heima á sýningum að hans sögn. „Á sýningum er verið að skoða byggingarlag hundsins, skottstöðu og annað þess háttar“. Stebbi segir að það skipti miklu máli að vera þolinmóður í svona verkefni. Fyrstu tvö árin í lífi hundsins skipti máli að setja skýr mörk og að hundurinn viti til hvers er ætlast af honum. 

Stefán S. Jónsson ásamt svokallaðri fóðurtík. Sú tík fær heimili hinum megin við götuna en þegar þessi tík eignast hvolpa fær Stefán hvolp undan henni. 

Nöfnin valin í takt við tíðarandann
Nöfnin sem Stebbi hefur valið á hvolpana eru í takt við tíðarandann. Hann segir að flestir hvolpanna haldi þessum nöfnum en auðvitað fái eigendur að ráða því. Í hópnum eru þrír rakkar; Bylur, Reykur og Skjálfti og þrjár tíkur;  Aska, Þoka, Elding og Kvika. „Ég er ánægður með þetta nafnaval, í síðasta goti var ég með nöfnin Eldur, Funi, Logi, Glóð og Þruma. 

Eftir 4 vikur fara hvolparnir á fast fæði. Lífð er ein rútína hjá þeim, borða, drekka, sofa, pissa og kúka. Allt eftir klukkunni.

Mikil eftirspurn 
Stebbi segist hafa verið búin að lofa öllum hvolpum löngu áður en þeir hafi fæðst. Mikil eftirspurn sé eftir labrador og biðlistinn hjá honum hafi talið hátt í 300. Hvolpurinn kostar 400 þúsund og er hreinræktaður innan Hundaræktarfélagi Íslands. „Ég var búin að selja 5 af 7 á 450 þúsund en fannst það heldur hátt þannig að ég lækkaði þá um 50 þúsund. En þeir fara allir heilsufarsskoðaðir, örmerktir og ættbókafærðir frá okkur. 
Við val á eigendum segir Stebbi að þar hafi innsæið allt að segja. Reynsla af hundum sé ekki endilega málið heldur aðstæður og viðvera heimavið. „Það hefur enginn fengið hund hjá mér án þess að koma í heimsókn fyrst.“ 

Aðspurður hvað sé skemmtilegast við að rækta hunda segir Stebbi erfitt að nefna eitthvað eitt. „Mér finnst allt skemmtilegt við þetta, ég hef ótakmarkaðan tíma. Ég gæti þetta hvorki í fullri vinnu né ef ég væri einn í þessu. Konan mín Gulla, Guðrún Snæbjörnsdóttir hefur verið staðið í þessu með mér. Það fer mikil vinna í að gera hundana góða þannig að ég hef metnaði í að skila af mér góðum hundum. Ég er núna að byrja með þá í umhverfisþjálfun, fara eitthvað með þá stutt á hverjum degi. Þessi þjálfun skiptir gríðarlegu máli.“

Stefán með Villimey og Eskju t.v. en Villimey er undan Eskju. Til hægri er Villimey að athuga stöðuna á einum hvolpnum en öll aðstaða er til fyrirmyndar hjá Hvolpasveitinni. 

Drangeyjarræktun verið til halds og trausts
40 ræktendur eru að sinna ræktun á Labrador Retriver á Íslandi að meðtalinni Hvolpasveitarræktun Stefáns.  Hann segir að Harpa hjá Drangeyjarrætkun hafi verið honum ómetanlegur stuðningur í þessu ferli. „Hún veit allt um labrador, ef ég er í einhverjum vafa þá tala ég við hana.“ 

Í dag eru hvolparnir 6 vikna og fara á ný heimili eftir hálfan mánuð. Nýir eigendur hafa komið í heimsókn og hvolparnir eru byrjaðir í aðlögun, þ.e. fara hluta úr degi inn á framtíðarheimili sín. „Þeir fara samt ekki allir í einu. Ég verð að tína þá út að 9. viku vegna móðurinnar.“ 

Eftir útiveru og matartíma verða hvolparnir fljótt úrvinda og sofna samstundis.

Þessa aðstöðu smíðaði Stebbi sjálfur. Hvolparnir eru í stærra rýminu yfir daginn en því minna yfir nóttina. Villimey hefur síðan aðgang að rýminu þegar henni hentar.

Rakkinn sem tíkin Villimey var pöruð við var fluttur inn frá Póllandi fyrir rúmu ári síðan. Hann er margverðlaunaður sýningarhundur sem ber nafnið Travis en á meðfylgjandi mynd má sjá verðlun sem hann hefur unnið. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!