Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

  • Fréttir
  • 7. júlí 2021

Grindavík hefur lengi haft þann sjarma yfir sér að stutt er í hina svokölluðu sveit þar sem finna má lömb í haga og óspillta náttúru. Í upphafi árs 2015 var unnin samantekt vegna fyrirhugaðrar vinnu á deiliskipulagi fyrir elsta hluta Grindavíkurbæjar. Í þeirri vinnu kom skýrt fram að þetta kennileiti gamla bæjarins þarf að vernda.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar gamlar myndir af húsum sem mörg hver hafa verið rifin, færð eða mikið endurbætt. Allar myndirnar sem hér eru birtar eru upphaflega í svart/hvítu en með hjálp gervigreindar Photoshop er nú hægt að lita þær með einum smelli.

Samtekt þessara húsa og fleiri má finna í svokallaðri Húsakönnun sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu í janúar 2015. Þar má finna mikinn fróðleik auk fyrir og eftir mynda húsa sem enn standa í gamla bænum. 

Hér fyrir ofan má sjá Húsatóftir en þær eru á friðlýsingarskrá hjá Minjastofnun Íslands. Staðurinn var friðlýstur árið 1930 af Matthíasi Þórðarsyni, þáverandi þjóðminjaverði. Þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, var tekin saman árið 1703, voru allar jarðir í Grindavík, aðrar en Húsatóftir, í eigu Skálholtsstóls  Húsatóftir voru konungseign, en höfðu verið eign Viðeyjarklausturs fyrir siðaskipti. Á árunum 1840 og 1841 voru aðeins 7 aðalbýli í Grindavík en aðalbýlin voru þessi,talin vestan frá, Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir, Hóp, Þórkötlustaðir, Hraun og Ísólfsskáli.

Einarsbúð: Þann 4. apríl 1897 barst sýslunefnd og sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu bréf frá Einari G. Einarssyni, ungum bóndasyni í Grindavík þar sem hann sótti um leyfi til að setja á stofn sveitaverslun í Grindavíkurhreppi enda væri erfitt og jafnvel hættulegt að sækja í verslun til Keflavíkur á veturna. Þann 1. maí sama ár veitti sýslunefndin honum leyfið. Einar byggði verslunrarhús ofan við lendinguna í Járngerðarstaðahverfi þar sem styst var fyrir sjómenn að leggja inn aflann og þar voru bestu aðstæður til upp- og útskipunar. Þarna lét Einar byggja verslunarhús, pakkhús, salthús og vörugeymslu. Verslun Einars var eina verslunin í Grindavík til 1932. Í fyrstu var búðin um 30 m2 og gengið beint inn í búðina en fljótlega var byggt anddyri og smám saman var búðin stækkuð.

Gestahúsið Garðhús var byggt fyrir árið 1900 og stóð áður við Garðhús og var notað sem Gestahús. Þar gistu á sínum tíma margir mætir menn. Húsið hefur verið flutt í sjómannagarð Grindavíkur.

Byggðarenda bjuggu Eiríkur Guðmundsson og Rósa Samúelsdóttir. Seinna bjuggu þar Skarphéðinn Jónsson og Evlín Adolfsdóttir. Efri hæðin var leigð út um tíma. Líklega hefur húsið verið byggt um svipað leyti og Hæðarendi um 1904.

Hæðarendi: Gunnar Magnús Ólafsson og kona hans Ólöf Jónsdóttir voru fyrstu íbúar hússins. Húsið er byggt um 1904. Norður af húsinu, samfast, var fjós og fjárhús og þar var steypt ker í horninu sem var vatnsþróin. Gunnar Magnús Ólafsson byggði einnig Borgartún og flutti í það 1952 og flutti þá elsti sonur hans, Bjarni Gunnarsson ásamt konu sinni Jenný Þorsteinsdóttur í Hæðarenda. Áður stóð á lóðinni torfbær.

Garðar: Þarna stóð lítið hús upp úr 1920, baðstofubygging. Jón Magnússon og Gróa Árnadóttir bjuggu í húsinu um tíma. Síðar Ívar Magnússon og Guðný Stefánsdóttir. Guðný var frá Stöðvarfirði en Ívar var fæddur og uppalinn í Grindavík. Síðar keyptu, Níels Poulsen og kona hans Agnes, húsið. Níels var Færeyingur.

Akur: Einar G. Einarsson lét byggja húsið trúlega upp úr 1920 fyrir vermenn. Hér bjuggu Jón Sveinsson og Margrét Jónsdóttir með tveimur sonum sínum. Ung hjón Kristján Þorvaldsson og Krístin Guðmundsdóttir keyptu húsið af þeim og byrjuðu sinn búskap þarna. Þau dóu bæði á sóttarsæng í sömu viku frá þremur ungum börnum. Þeim var komið fyrir hjá skyldmennum í byggðarlaginu, sem komu þeim í foreldrastað. Kristinn Guðmundsson og Þuríður Jónsdóttir kaupa Akur af dánarbúinu og búa þar á veturna en á Húsatóftum í Staðarhverfi á sumrin. Um 1940 er þetta hús selt Vilmundi Stefánssyni og Maren Jónsdóttur frá Sjólyst. Vilmundur var eini maðurinn sem bjargaðist af skipinu Óskabirninum sem fannst marrandi á rúmsjó.
Þarna var fyrst afgreidd mjólk frá mólkursamsölu í Grindavík.

Berg: Húsið stendur við Víkurbraut og var bygg árið 1946. 

Skálholt: Húsið byggt 1930 af Sæmundi Níelssyni, Gústaf Pálsson kaupir neðrihæðin 1939. Efri hæðin var leigð Bretum til 1945 og keyptu þá bræðurnir Egill og Guðjón Guðlaugssynir húsið fyrir foreldra sína, Guðlaug Guðjónsson og Guðmundu, sem bjuggu þá á Hópi. Breski herinn tók efri hæðina á stríðsárunum og byggði turn uppúr henni til að fylgjast með flug- og skipaumferð.

Hólar: Jón Sigurðsson og Guðríður ljósmóðir byggðu húsið árið 1938. Einar og Jón Einarssynir kaupa húsið af Guðríði og manni hennar. Síðan keypti Ingólfur Karlsson húsið og kona hans Vigdís. Eiríkur Alexandersson og Hildur áttu síðan húsið. Guðbrandur Eiríksson og Hrefna kaupa síðan húsið af þeim hjónum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Höfnin / 18. september 2021

Nýja skolpdćlustöđin

Fréttir / 17. september 2021

Könnun á viđhorfi til leikvalla í Grindavík

Grunnskólafréttir / 15. september 2021

Brúum biliđ milli leikskóla og grunnskóla, fjör í Hópinu

Fréttir / 9. september 2021

Alţjóđleg gifting viđ Brimketil

Fréttir / 8. september 2021

Miđasala á VHS krefst virđingar í Kvikunni

Fréttir / 3. september 2021

Lóđir viđ Ufsasund lausar til umsókna  

Fréttir / 1. september 2021

Ćfingatafla Körfuknattleiksdeildar UMFG

Fréttir / 31. ágúst 2021

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag