Sjáđu Geldingadali í 3D fyrir gos og nú

  • Fréttir
  • 1. júlí 2021

Eldgosið í Geldingadölum í Grindavík hefur nú staðið yfir í rúma þrjá mánuði eða 103 daga. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur útbúið þrívítt módel af Geldingadölum, Meradal og Nátthaga, sem sýnir vel hvernig landslagið hefur breyst eftir að eldgos hófst við Fagradalsfjall.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands frá 28. júní má skipta gosinu niður í þrjú tímabil:

  • Stóð yfir í tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu en þó örlítið minnkandi hraunrennsli.  Rennslið lækkaði úr 7 til 8 rúmmetrum í 4 til 5 rúmmetra á sekúndu á tveimur vikum.   
  • Stóð yfir í tvær vikur og einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5 til 8 rúmmetrar á sekúndu.
  • Hefur staðið yfir í tvo og hálfan mánuð. Á þessu tímabili hefur virknin öll verið í einum og sama gígnum.  Fyrstu tvær vikurnar óx hraunrennsli en hefur verið nokkuð stöðugt síðan í byrjun maí.

Hægt er að fletta í gegnum módelin hér fyrir neðan til að sjá hvernig landslagið leit út á mismunandi tímabilum.

Geldingadalir, Volcanic eruption by Náttúrufræðistofnun Íslands 

Hér  má sjá alveg magnað myndband úr vefmyndavél mbl.is úr Nátthaga sem Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti það á Facebook á sunnudag.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. september 2021

Sjálfstćđisflokkurinn býđur í súpu

Grunnskólafréttir / 20. september 2021

Á fiskmarkađi í útikennslu

Höfnin / 18. september 2021

Nýja skolpdćlustöđin

Fréttir / 17. september 2021

Könnun á viđhorfi til leikvalla í Grindavík

Grunnskólafréttir / 15. september 2021

Brúum biliđ milli leikskóla og grunnskóla, fjör í Hópinu

Fréttir / 10. september 2021

Matráđur óskast í leikskólann Laut

Fréttir / 9. september 2021

Domy kultury w Grindavíku Jesień 2021

Fréttir / 9. september 2021

Alţjóđleg gifting viđ Brimketil

Fréttir / 8. september 2021

Otti kjörinn formađur Landsbjargar

Fréttir / 8. september 2021

Miđasala á VHS krefst virđingar í Kvikunni

Fréttir / 3. september 2021

Lóđir viđ Ufsasund lausar til umsókna