Þann 5. júní síðast liðinn var "Sögur - Verðlaunahátíð barnanna" haldin hátíðleg í fjórða sinn í Hörpu.
Á hátíðinni í ár áttum við Grindvíkingar glæsilegan fulltrúa, en Lára Karítas Stefánsdóttir (9 ára) var ein af fjölmörgum sem sendu inn sögu og fékk hún verðlaun fyrir.
Sagan hennar Láru Karítasar heitir "Veiðiferðin" og fjallar um ævintýralega ferð sem Lára og fjölskylda hennar fóru í.
Sagan er aðgengileg á vef Menntamálastofnunnar í rafbók sem heitir RISAstórar smáSÖGUR og hægt er að lesa hér.
Sögur voru í beinni útsendingu á RÚV og má nálgast upptökuna hér. Verðlaunaafhendingin fyrir sögurnar hefst á 42 mínútu.
Óskum við Láru Karítas innilega til hamingju með þennan árangur og hlökkum til að sjá meira frá henni í framtíðinni!