Stađa deildarstjóra skólaţjónustu er laus til umsóknar

  • Fréttir
  • 29. júní 2021

Grindavíkurbær auglýsir eftir sálfræðingi í fullt starf til að gegna stöðu deildarstjóra skólaþjónustu hjá Skólaskrifstofu Grindavíkurbæjar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir góðri þekkingu á stjórnsýslu og skólamálum og hefur hæfni til að leiða þau verkefni sem undir skólaskrifstofuna heyra.

Í sveitarfélaginu eru um 750 börn á leik- og grunnskólaaldri sem sækja nám í tveimur leikskólum, grunnskóla og tónlistarskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Stýra skólaþjónustu í samræmi við leik- og grunnskólalög ásamt skólastefnu sveitarfélagsins.
• Móta stefnu í þjónustu við skóla og fjölskyldur Grindavíkubæjar.
• Efla skólana sem faglegar stofnanir sem geta leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi.
• Tryggja eins og kostur er að kennslufræðileg, sálfræðileg og þroskafræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.
• Halda utan um ytra mat sveitarfélagsins á skólastarfi í samstarfi við fræðslunefnd.
• Veita stuðning við þróun, umbætur og nýbreytni í skólastarfi í samvinnu við skólastjórnendur og efla samstarf og samvinnu á milli skólastiga.
• Sinna sálfræðilegum greiningum nemenda, veita ráðgjöf um hvernig brugðist skuli við og vísa á viðeigandi úrræði.
• Vera í samskiptum við aðrar greiningastofnanir og samræma þjónustu við nemendur með sérþarfir.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur
• Reynsla af stjórnunarstörfum og góð þekking á stjórnsýslu sveitarfélaga
• Þekking og reynsla af leik- og grunnskólastarfi
• Þekking og reynsla af sálfræðilegum greiningum á börnum
• Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni
• Lipurð í samstarfi og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2021.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til starfans, ásamt prófskírteinum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélags og stéttarfélags viðkomandi. Áhugasamir hæfir umsækjendur, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs í síma 420-1100 eða í tölvupósti nmj@grindavik.is þar sem jafnframt er tekið á móti umsóknum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. september 2021

Sjálfstćđisflokkurinn býđur í súpu

Grunnskólafréttir / 20. september 2021

Á fiskmarkađi í útikennslu

Höfnin / 18. september 2021

Nýja skolpdćlustöđin

Fréttir / 17. september 2021

Könnun á viđhorfi til leikvalla í Grindavík

Grunnskólafréttir / 15. september 2021

Brúum biliđ milli leikskóla og grunnskóla, fjör í Hópinu

Fréttir / 10. september 2021

Matráđur óskast í leikskólann Laut

Fréttir / 9. september 2021

Domy kultury w Grindavíku Jesień 2021

Fréttir / 9. september 2021

Alţjóđleg gifting viđ Brimketil

Fréttir / 8. september 2021

Otti kjörinn formađur Landsbjargar

Fréttir / 8. september 2021

Miđasala á VHS krefst virđingar í Kvikunni

Fréttir / 3. september 2021

Lóđir viđ Ufsasund lausar til umsókna