Gengiđ um Festarfjall og Selatanga fyrir 30 árum

  • Fréttir
  • 22. júní 2021

Í sarpnum á Rúv má nú nálgast rúmlega 30 ára þætti sem báru heitið Gönguleiðir. Þættirnir voru unnir á árunum 1989-1990 og voru í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar heitins. Þar voru kynntar helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir voru. Í þessum þætti þar sem gengið er um Festarfjall og Selatanga nýtur Jón Gunnar leiðsagnar Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar, þeir heimsækja m.a. Húshólma, skoða Drykkjarstein og dys Ögmundar sem hraunið er kennt við. Sjón er sögu ríkari en hægt er að nálgast þáttinn hér. 

Jón Gunnar og Ólafur Rúnar við Festarfjall.

Við dys Ögmundar, sem Ögmundarhraun er kennt við. 

Ólafur Rúnar Þorvarðarson, en hann var heiðraður á sjómannadaginn í Grindavík árið 2015. Þá myndaði hann fjölmargt í Grindavík í gegnum árin, bæði mannlíf, báta og byggingar. Ólafur vann einnig heimildarmynd um Grindavík sem sýnd var á Bryggjunni fyrir nokkrum árum. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir