Ávarp fjallkonu Grindavíkur

  • Fréttir
  • 17. júní 2021

Við óskum íbúum Grindavíkur til hamingju með lýðveldisdaginn. Í tilefni dagsins birtum við ávarp fjallkonu Grindavíkur 2021. Þetta er annað árið í röð sem ávarp fjallkonunnar er birt rafrænt en er það gert í ljósi þess að hátíðarhöld eru enn í lágmarki.

Jenný Geirdal er í þessu heiðurshlutverki í ár en hún útskrifaðist úr Menntaskóla Reykjavíkur í vor. Jenný valdi ljóð Huldu, frá lýðveldisárinu 1944 sem ber nafnið "Hver á sér fegra föðurland."  

Ljóðið er íslenskt ættjarðarljóð sem ort var í tilefni af lýðveldisstofnuninni 1944 og var annað tveggja ljóða sem unnu til verðlauna í samkeppni sem efnt var til en hitt verðlaunaljóðið var Land míns föður eftir Jóhannes úr Kötlum.

Hlýða má á flutning Jennýjar hér í myndbandinu fyrir neðan auk þess sem lesa má texta ljóðsins. 

Hægt er að nálgast dagskrá dagsins í Grindavík hér. 

Hver á sér fegra föðurland
 

Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.

Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ,
hún uni grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við ysta haf.

Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur liti dáð á ný,
hver draumur rætist verkum í
svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð
Svo aldrei framar Íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG