Forstöđumađur Skólasels og Eldingar

  • Fréttir
  • 14. júní 2021

Laust er til umsóknar starf forstöðumanns frístundaheimilis við Grunnskóla Grindavíkur (Skólasel/Elding). Skólasel er frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-3. bekk og Elding er lengd viðvera fyrir nemendur með fötlun í 4.-10.bekk. Forstöðumaður ber ábyrgð á faglegu starfi og umsjón með daglegum rekstri s.s. skipulagi hópastarfs, skráningu barna, samskiptum við starfsmenn, foreldra og samstarfsaðila.

Um er að ræða 100%. Umsóknarfrestur er til 23. júní en ráðið er í stöðuna frá og með 15. ágúst 2021. 

Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun á sviði tómstunda-, uppeldis og/eða félagsfræða. Reynsla af stjórnun og skipulögðu starfi með börnum er skilyrði. Mikilvægt er að viðkomandi hafi hæfni til að skipuleggja faglegt starf og veita því forystu, hafi hæfni í samskiptum, frumkvæði og sköpunargleði. 

Einkunnarorð Grunnskóla Grindavíkur eru virðing, vellíðan, virkni og starfað er í anda uppbyggingar sjálfsaga – uppeldi til ábyrgðar. 

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir  skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendast á netfangið gudbjorgms@grindavik.is 
Nánari upplýsingar veita Ásdís Kjartansdóttir deildarstjóri yngsta stigs og Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í síma 420-1200.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!