Grindavík upp í efstu deild á ný

  • Fréttir
  • 13. júní 2021

Grinda­vík komst í gærkvöld upp í efstu deild kvenna í körfu­bolta á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli. Lokatölur leiksins urðu 75:68 í fimmta leik liðanna í úr­slit­um um­spils­ins. Grinda­vík vann ein­vígið 3:2 eft­ir að Njarðvík komst í 2:0. 

Af­rekið hjá Grinda­vík er sér­stak­lega magnað í ljósi þess að Njarðvík tapaði aðeins ein­um leik í deild­ar­keppn­inni á leiktíðinni á meðan Grinda­vík tapaði fimm. 

Við óskum liðinu, þjálfara og öðrum sem stutt hafa við þær á vegferðinni innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

Mynd: Ingibergur Þór

Frekari lýsing leiksins og tölfræði:

Grinda­vík var með for­skotið all­an tím­ann í kvöld en mun­ur­inn varð mest­ur 15 stig. Janno Otto skoraði 23 stig og tók 14 frá­köst fyr­ir Grinda­vík og Na­tal­ía Jenný Lucic Jóns­dótt­ir skoraði 17 stig og tók 10 frá­köst. 

Chel­sea Jenn­ings skoraði 25 stig og tók 12 frá­köst fyr­ir Njarðvík og Hrefna Rafns­dótt­ir skoraði 14 stig og tók 10 frá­köst. 

Njarðvík: Chel­sea Nacole Jenn­ings 25/​12 frá­köst/​8 stoln­ir, Helena Rafns­dótt­ir 14/​10 frá­köst, Lára Ösp Ásgeirs­dótt­ir 11, Kamilla Sól Vikt­ors­dótt­ir 8/​4 frá­köst, Krista Gló Magnús­dótt­ir 5, Ása Böðvars­dótt­ir-Tayl­or 3, Vil­borg Jóns­dótt­ir 1/​7 stoðsend­ing­ar, Þuríður Birna Björns­dótt­ir 1.

Frá­köst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Grinda­vík: Janno Jaye Otto 23/​14 frá­köst, Na­tal­ía Jenný Lucic Jóns­dótt­ir 17/​10 frá­köst, Hekla Eik Nökkva­dótt­ir 14, Hulda Björk Ólafs­dótt­ir 12/​5 frá­köst, Jenný Geir­dal Kjart­ans­dótt­ir 6/​5 frá­köst, Arna Sif Elías­dótt­ir 3.

Frá­köst: 30 í vörn, 7 í sókn.

Dóm­ar­ar: Jó­hann­es Páll Friðriks­son, Rögn­vald­ur Hreiðars­son, Eggert Þór Aðal­steins­son.

Áhorf­end­ur: 170


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 14. júlí 2021

Tónlistarskóli Grindavíkur á N4

Fréttir / 8. júlí 2021

Hvolpasveitin í Grindavík

Fréttir / 6. júlí 2021

Gamli bćrinn og sveitin í Grindavík

Fréttir / 23. júní 2021

Ađstođarmatráđur óskast í 50% stöđu

Fréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Fréttir / 1. júlí 2021

Hekla Eik besti ungi leikmađurinn

Fréttir / 25. júní 2021

Klara Bjarnadóttir nýr formađur UMFG