Heiđrun á sjómannadaginn 6. júní 2021

  • Fréttir
  • 8. júní 2021

Við hátíðlega athöfn í Grindavíkurkirkju á sjómannadaginn fór fram heiðrun á vegum Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Vilhjálmur Árnason þingmaður flutti æviágrip og formaður S.V.G Einar Hannes Harðarson veitti heiðursorðu og blómvendi.

Í ár voru það heiðurshjónin Þorbjörg Halldórsdóttir og Önundur G Haraldsson ásamt þeim Þórhalli Stéfanssyni og Guðmundi Snorra Guðmundssyni sem hlutu heiðursorðu, öll eiga þau sameiginlegt að hafa og verið öflugir og virkir félagsmenn í S.V.G

Önundur, Þórhallur og Guðmundur Snorri eiga að baki langan og gæfusaman sjómannsferil, voru allir á sjó í fimm áratugi og hálfum betur.

Þorbjörg var fyrsti starfsmaður S.V.G og vann á skrifstofunni í rúman áratug, hún hafði einnig aðkomu að Sjómannadagsblaði Grindavíkur um 25 ára skeið.

Mynd/ Óskar Svævarsson: f.v.  Einar Hannes Harðarsson formaður SVG , Guðmundur Snorri Guðmundsson , Þórhallur Stéfansson , Önundur G Haraldsson og Þorbjörg Halldórsdóttir.


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!