Breyting á ađalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 – kynning á skipulagslýsingu

  • Skipulagssviđ
  • 7. júní 2021

Bæjarstjórn Grindavíkur kynnir hér skipulagslýsingu fyrir breytingu á  Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagslýsingin varðar breytingar á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 og nýs deiliskipulags sem gert verður til að skilgreina framkvæmdir sem fyrirhugað er að fara í landi Hrauns og Ísólfsskála til að bæta þjónustu og aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Einnig verður gerð breyting á aðalskipulagi vegna tilfærslu hreinsivirkis við Eyjabakka í Grindavík, legu sæstrengs/ljósleiðara og uppbyggingu göngu- og reiðhjólastíga frá íbúðarsvæðunum vestast í Grindavík.

Þeir sem vilja gera athugasemd við kynnta skipulagslýsingu skulu senda hana skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar (Víkurbraut 62, 240 Grindavík) og merkja „Athugasemd við skipulagslýsingu breytingar á ASK“. Frestur til að gera athugasemdir er til 18.júni 2021.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaţjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferđaröryggistefna í kynningu

Skipulagssviđ / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

Skipulagssviđ / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóđarúthlutanir

Skipulagssviđ / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssviđ / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útbođ: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um ađalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beđiđ eftir varahlutum