Bæjarstjórn Grindavíkur kynnir hér skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsingin varðar breytingar á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 og nýs deiliskipulags sem gert verður til að skilgreina framkvæmdir sem fyrirhugað er að fara í landi Hrauns og Ísólfsskála til að bæta þjónustu og aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Einnig verður gerð breyting á aðalskipulagi vegna tilfærslu hreinsivirkis við Eyjabakka í Grindavík, legu sæstrengs/ljósleiðara og uppbyggingu göngu- og reiðhjólastíga frá íbúðarsvæðunum vestast í Grindavík.
Þeir sem vilja gera athugasemd við kynnta skipulagslýsingu skulu senda hana skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar (Víkurbraut 62, 240 Grindavík) og merkja „Athugasemd við skipulagslýsingu breytingar á ASK“. Frestur til að gera athugasemdir er til 18.júni 2021.