Myndir frá skólaslitum tónlistarskólans

  • Tónlistaskólafréttir
  • 28. maí 2021

Skólaslit tónlistarskólans fóru fram þann 15. maí sl. Að þessu sinni voru skólaslitin í beinu streymi og því voru eingöngu þeir sem þreyttu stigs- eða áfangapróf í salnum. Í vetur þreyttu fjórir nemendur 1. stigs próf í hljóðfæraleik, fimm nemendur tóku grunnpróf í hljóðfæraleik og söng auk þess sem tveir nemendur þreyttu miðpróf í tónfræðigreinum. Tónlistarskólinn óskar þeim öllum innilega til hamingju með prófin sín og áfangann.

Í vetur var samþykkt í menningarnefnd að veita hvatningarverðlaun. Af því tilefni var Tónlistarskóla Grindavíkur heimilt að tilnefna einn ungling af hvoru kyni til hvatningarverðlauna. Verðlaunahafar skyldu hafa sýnt áhuga á menningarmálum, góða ástundun, góða hegðun, vera góður félagi og teljast góð fyrirmynd annarra unglinga. Lágmarksaldurinn er 13 ára á árinu sem valið nær til, hámarksaldur er 16 ára á árinu.

Að þessu sinni var það Eydís Steinþórsdóttir sem hlaut verðlaunin í flokki stúlkna vegna náms í fiðluleik sem hún hefur sinnt vel frá ungum aldri. Eydís er fyrirmyndarnemandi, samviskusöm og dugleg. Hún hefur komið víða fram fyrir hönd skólans og tekið þátt í margskonar samspili þar sem hún hefur verið yngri strengjanemendum góð fyrirmynd í tónlistarnámi.

Jón Emil Karlsson hlaut verðlaunin í flokki drengja í þessum aldurshópi. Hann hlýtur hvatningarverðlaunin fyrir nám sitt í söng. Hann er glaðvær, jákvæður og góður félagi. Hann hefur með flottri sviðsframkomu heillað marga og verið góð fyrirmynd drengja í tónlistarnámi. Hann hefur einnig komið víða við fyrir hönd skólans.

Tónlistarskólinn óskar Eydísi og Jóni Emil til hamingju með hvatningarverðlaunin, framtíðin er svo sannarlega björt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir