Ađgengismál í Grindavík til skođunar

  • Fréttir
  • 12. maí 2021

Brandur Bjarnason Karlsson kom til fundar við sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóra skipulagssviðs í gær til þess að ræða aðgengismál  í Grindavík. Brandur er frumkvöðull, listamaður og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra. Brandur hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug og er þekktur fyrir ferðir hans um landið þar sem hann vekur athygli á aðgengismálum fatlaðra.

Fundurinn var að sögn Atla Geirs Júlíussonar, sviðsstjóra skipulagssviðs mjög gagnlegur. Nauðsynlegt sé fyrir Grindavíkurbæ sem og aðra að vera með aðgengi fyrir alla.  Upplegg fundarins var að Brandur lagði fram þrjár opnar spurningar til umræðu.

Hver er staða aðgengismála hjá Grindavíkurbæ?
Hvaða verkefni eru í framkvæmd eða fyrirhuguð til að bæta úr aðgengi?
Hvaða fyrirstöður hafið þið upplifað fyrir því að koma aðgengis umbótum í gegn?

Atli Geir sagði umræður á fundinum hafa verið mjög góðar en í kjölfar fundarins fór Brandur ásamt hópi sem var með honum í för í skoðunarferð um Grindavík. Í framhaldinu stendur til að gera úrbótaáætlun yfir það sem betur má fara í sveitarfélaginu. Brandur er einnig reiðubúinn að vera sveitarfélaginu innan handar hvað varðar aðgengismál í framtíðarverkefnum.

Aðgengismál snerta alla og eru brýnt viðfangsefni. Grindavíkurbær fór fyrir u.þ.b. tveimur árum í að laga niðurtektir á gangstéttum en það verkefni er ennþá í gangi og lengi má gott bæta. við hvetjum íbúa bæjarins til að senda okkur ábendingar og jafnvel myndir er þeir telja að bæta þurfi aðgengi svo allir komist um. Hægt er að senda ábendingar á netfangið grindavik@grindavik.is. 

Á meðfylgjandi mynd eru Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Brandur Bjarnason Karlsson og Atli Geiri Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 


Deildu ţessari frétt