Uppbygging innviđa viđ eldgos: Starfshópur skilar af sér minnisblađi á morgun

  • Fréttir
  • 29. apríl 2021

Fyrr í mánuðinum var sett­ur á fót starfs­hóp­ur til að koma með til­lög­ur um upp­bygg­ingu eld­gossvæðis­ins í Geld­inga­döl­um til skemmri og lengri tíma. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, skipaði hópinn en ljóst er að svæðið mun koma til með að verða vin­sæll áfangastaður, bæði meðan gosið stend­ur yfir og eft­ir að því lýk­ur.

Í hópn­um eiga sæti bæjarstjóri Grinda­vík­ur­bæj­ar, full­trú­ar land­eig­enda­fé­lag­anna tveggja á svæðinu, Um­hverf­is­stofn­un­ar, Veður­stof­unn­ar, al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um auk Skarp­héðins Berg Stein­ars­son­ar ferðamála­stjóra, sem stýr­ir starfi hóps­ins.

Hópurinn áætlar að skila af sér minnisblaðinu á morgun að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra sem er fulltrúi bæjarins í stýrihópnum. 

Ljóst er að fyrirhuguð upp­bygg­ing þarf að þola álag ferðamanna all­an árs­ins hring. Skoða þarf hvernig tryggja megi ör­yggi ferðamanna sem og upp­lýs­inga­miðlun til þeirra auk þess sem huga þarf að aðgangs­stýr­ingu. 

 


Deildu ţessari frétt