Sumarstörf fyrir unglinga og ungmenni sumariđ 2021

  • Fréttir
  • 29. apríl 2021

Grindavíkurbær hefur líkt og síðasta sumar unnið að því að útvega sem flestum unglingum og ungmennum störf í sumar. Um er að ræða þrjú ólík verkefni sem ná til þriggja ólíkra hópa. Gert er ráð fyrir að atvinnuverkefni fyrir unglinga og ungt fólk í sumar kosti Grindavíkurbæ a.m.k. 145 milljónir. Alls verða búin til störf fyrir um 220 unglinga og ungmenni en til samanburðar starfa í dag um 250 manns hjá Grindavíkurbæ.

Vinnuskóli Grindavíkurbæjar

Grindavíkurbær hefur í áratugi starfrækt vinnuskóla fyrir unglinga. Nemendur í Vinnuskólanum starfa flestir við hefðbundin umhirðustörf en einhverjir sinna sértækari verkefnum. Í ár gátu unglingar fæddir árin 2004, 2005, 2006 og 2007 skráð sig. Skráningu lauk 16. apríl sl. Þeir nemendur sem skráðir eru í Vinnuskólann og forráðamenn þeirra ættu að hafa fengið staðfestingu á skráningunni.

Umhverfishópur ungmenna

Ungmennum fæddum árin 2003, 2002 og 2001 bauðst vinna í umhverfishópi á vegum sveitarfélagsins í sumar. Hópurinn mun sinna fegrun umhverfisins og aðstoða við framkvæmdir. Umsóknarfrestur rann út 9. apríl sl. og ættu allir umsækjendur að hafa fengið svar við umsókn sinni á það netfang sem gefið var upp.

Sumarstörf fyrir háskólanema

Grindavíkurbær hefur skilgreint störf sem falla undir aðgerðir ríkisstjórnarinnar og stuðla að því að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Gerð er krafa um að umsækjendur séu í háskólanámi sem nýtist í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2021. Sjá nánar hér.

 


Deildu ţessari frétt