Hrauniđ nćr yfir 1,13 ferkílómetra

  • Fréttir
  • 28. apríl 2021

Fjallað er um hraunflæðið í Geldingadölum í Morgunblaðinu í dag en nýjar mælingar hafa nú verið gerðar á hraunrennslinu. Heildarrennsli frá öllum gígum í eldgosinu í Geldingadölum síðustu fimm daga hefur að meðaltali verið rúmir 6m 3/5 samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í gær. Þessi tala er sviðuð langtímameðaltali rennslis, en þá 38 daga sem gosið hefur staðið reiknast það 5,6 m3/5. 

Nýjustu gögn um stærð hrauns og hraunrennsli eru byggð á flugi klukkan 15 á mánudag. Rúmmál gosefna er nú orðið 18,5 milljón rúmmetrar og flatarmál hraunsins 1,13 ferkílómetrar. Samkvæmt umfjöllun á vef Jarðvísindastofnunar er meðalþykktin  rúmir 16 metrar. Mesta breytingin  síðustu fimm daga hefur verið í dældinni milli Stórahrúts og hnjúkanna austan Geldingadala, þar sem hraunið hefur þykknað um marga metra auk þess að breiða úr sér. 

Mynd: Morgunblaðið, Einar Falur


Deildu ţessari frétt