Sumarstörf fyrir háskólanema

  • Fréttir
  • 28. apríl 2021

Grindavíkurbær hefur skilgreint störf sem falla undir aðgerðir ríkisstjórnarinnar og stuðla að því að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Eftirtalin skilyrði eiga m.a. við um þá sem geta sótt í úrræðið:

  • Námsmenn þurfa að vera skráðir í nám að hausti 2021 eða verið skráðir í nám á vorönn 2021.
  • Ráðningartími námsmanna er að hámarki tveir og hálfur mánuður. Miðað er við tímabilið frá 15.maí - 15. september.
  • Námsmenn þurfa að vera 18 ára (á árinu) eða eldri.
  • Umsækjendur hafi lögheimili í Grindavík.

Eftirfarandi störf hafa verið skilgreind hjá sveitarfélaginu. Gerð er krafa um að umsækjendur séu í háskólanámi sem nýtist í starfi.

Bókasafn: Aðstoð við grisjun safnkosts, fræðslu og miðlun.

Félagsþjónustu- og fræðslusvið: Aðgengisfulltrúi sem vinnur að aðgengismálum hjá sveitarfélaginu. Áherslan er á finna og meta þau mannvirki sem þarf að bæta með tilliti til aðgengis fatlaðs fólks.

Félagsþjónustu- og fræðslusvið: Kortlagning á íhlutun á svæðinu fyrir börn og unglinga út frá þeim verkefnum sem við erum með á fræðslu og félagsþjónustu.

Félagsþjónustu- og fræðslusvið: Yfirferð mála og ganga frá málum í skjalageymslu á sviðinu, flokka hvað er til geymslu og hvað ekki skv. lögum um sjúklinga, skólastarf.

Frístunda- og menningarsvið: Fjölmenningarfulltrúi sem vinnur að kortlagningu á stöðu íbúa af erlendum uppruna í Grindavík og bættri upplýsingagjöf til þeirra.

Grindavíkurhöfn: Gerð kennsluefnis varðandi innsiglinguna, t.d. myndband.

Íþróttamannvirki: Finna lausn á gagnvirkum upplýsingaskjám fyrir starfsemi hússins, sem og á vefnum.

Íþróttamannvirki: Könnun á skaðsemi efna sem notuð eru í íþróttamannvirkjunum og gera tillögur að endurbótum ef þarf.

Skipulags- og umhverfissvið: Skönnun á teikningum auk aðstoðar við byggingarfulltrúa og sviðsstjóra við ýmis verkefni tengd sviðinu.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Námsmenn í Grindavík sem falla undir ofangreind skilyrði eru hvattir til að sækja um án tillit til kyns.

Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2021. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna á www.grindavik.is/atvinna. Umsóknum skal skilað til sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs á netfangið eggert@grindavik.is með tilvísun í það starf sem sótt er um.


Deildu ţessari frétt