Komdu út ađ plokka!

  • Fréttir
  • 23. apríl 2021

Á morgun, 24. apríl er stóri plokkdagurinn þar sem allir eru hvattir til að fara út og hreinsa nærumhverfið sitt af rusli sem safnast hefur saman yfir veturinn. 

Hér í Grindavík safnast rusl  aðallega við girðingar og beð en þá hefur mikið af rusli safnast við gámasvæðið. 

Vilji bæjarbúar taka þátt í þessu hreinsunarátaki er hægt að skila pokum við áhaldahúsið en passa þarf að binda vel fyrir. Ef pokar eru þungir  má skilja þá eftir, en passa þarf frágang og gott væri að láta vita hvar þeir eru svo hægt verði að sækja þá eftir helgina. Fólk getur komið með ábengingar inn á Facebook síðu Grindavíkurbæjar.  

Þá væri gaman að fá sendar myndir ef bæjarbúar fara að plokka á heimasidan@grindavik.is.

Það er orðið mun algengara en áður að fólk taki upp rusl í göngu sinni um umhverfið. Við vitum jú að t.d. plast getur haft mjög skaðleg áhrif á lífríkið. 

 


Deildu ţessari frétt