Fundur 1579

  • Bćjarráđ
  • 21. apríl 2021

1579. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 20. apríl 2021 og hófst hann kl. 16:00.
 

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. Nafn á nýju hrauni og gígum við Fagradalsfjall - 2103090
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Á fundinn mættu eftirfarandi: Formaður landeigendafélaga Hrauns, Sigurður G. Gíslason (í gegnum Teams). Formaður landeigendafélags Ísólfsskála, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir (í gegnum Teams) Gísli G. Sigurðsson. Valgerður Söring Valmundsdóttir mætti fyrir ábúendur á Hrauni.

Með vísan til laga um örnefni nr. 22/2015 óskar bæjarráð eftir umsögn Örnefnanefndar um eftirfarandi tillögur að heiti á nýtt hraun austan Fagradalsfjalls: Fagradalshraun eða Fagrahraun.

2. Sumarstörf 2021 - 2103001
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs falið að sækja um styrk vegna sumarstarfa námsmanna.

3. Vinnuskóli Grindavíkurbæjar 2021 - 2101003
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð 8.700.000 kr. vegna vinnuskólans.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Starfsáætlun vinnuskólans skal taka mið að því fé sem ætlað er í vinnuskólann.

4. Umsókn um skólavist - 2103078
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Erindið er bókað í trúnaðarmálabók.

5. Öryggisgæsla á viðeigandi stofnun - 2104052
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Erindið er bókað í trúnaðarmálabók.

6. Viðhald tengivega að bryggjum - 2104046
Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum Teams.

Hafnarsjóði er falið að sjá um viðhald á aðkomuvegum innan hafnarsvæðis skv. framlagðri teikningu.

7. Ársuppgjör 2020 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2103084
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2020 er lagður fram.

Bæjarráð samþykkir ársreikninginn og vísar honum til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi 18. gr. og 61. gr. laga nr. 138/2011.

8. Frístundamál - trúnaðarmál - 2104053
Lagt fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 20. júlí 2021

Bćjarráđ, fundur nr. 1588

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 7. júlí 2021

Fundur 54

Bćjarráđ / 6. júlí 2021

Fundur 1587

Almannavarnir / 24. júní 2021

Fundur 72

Bćjarráđ / 29. júní 2021

Fundur 1586

Bćjarráđ / 22. júní 2021

Fundur 1585

Skipulagsnefnd / 21. júní 2021

Fundur 88

Öldungaráđ / 18. júní 2021

Fundur 10

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2021

Fundur 51

Bćjarráđ / 15. júní 2021

Fundur 1584

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 8. júní 2021

Fundur 1583

Skipulagsnefnd / 31. maí 2021

Fundur 87

Frćđslunefnd / 3. júní 2021

Fundur 110

Bćjarstjórn / 25. maí 2021

Fundur 518

Hafnarstjórn / 21. maí 2021

Fundur 477

Bćjarráđ / 18. maí 2021

Fundur 1582

Skipulagsnefnd / 17. maí 2021

Fundur 86

Bćjarráđ / 11. maí 2021

Fundur 1581

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2021

Fundur 104

Bćjarráđ / 4. maí 2021

Fundur 1580

Bćjarstjórn / 27. apríl 2021

Fundur 517

Bćjarráđ / 23. mars 2021

Fundur 1576

Bćjarráđ / 6. apríl 2021

Fundur 1577

Skipulagsnefnd / 19. apríl 2021

Fundur 85

Bćjarráđ / 20. apríl 2021

Fundur 1579

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108