Starfsstyrkir á frístunda- og menningarsviði 2022

  • Fréttir
  • 14. apríl 2021

Grindavíkurbær veitir árlega starfsstyrki til einstaklinga, félagasamtaka og/eða stofnana á frístunda- og menningarsviði í gegnum samstarfssamninga. Stuðningurinn er í formi fjárframlaga og/eða afnota af húsnæði í eigu sveitarfélagsins. 

Markmið samninganna er að: 

  • Draga úr kostnaði við frístunda- og tómstundaiðkun barna og unglinga í Grindavík.
  • Styðja við starf með börnum á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi.
  • Vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.
  • Styðja við afreksstarf hjá íþróttafélögum í Grindavík.
  • Styðja við menningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu Grindavíkurbæjar.
  • Styðja við viðburðahald í Grindavík.
  • Styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar í Grindavík. 

Skipulagt frístunda- og menningarstarf þarf að uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum til þess að það teljist styrkhæft:

  • Starfsemin/viðburður skal vera opin íbúum í Grindavík. 
  • Starfsemin sé ekki rekin í ágóðaskyni. 
  • Starfsemin fellur að menningarstefnu Grindavíkurbæjar.
  • Starfsemin fellur að frístundastefnu Grindavíkurbæjar.
  • Starfsemin fellur að íþróttastefnu Grindavíkurbæjar.
  • Aðilar, frístunda- og menningarstarf eða viðburður skal tengjast Grindavík með einhverjum hætti. 

Samningar Grindavíkurbæjar við félagasamtök á frístunda- og menningarviði gilda frá 1. janúar til 31. desember. Samningar eru ekki gerðir til lengri tíma en fjögurra ára í senn. Allir samningar skulu hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Eftirfarandi samningar eru í gildi á frístunda- og menningarsviði á árinu 2022

  • Aðalstjórn UMFG (rennur út 31.12.2024)

Umsóknum vegna ársins 2022 skal skilað á þar til gerðu eyðublaði til sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs gegnum netfangið eggert@grindavik.is eigi síðar en 31. maí nk. Umsóknir verða lagðar fyrir frístunda- og menningarnend sem gerir tillögu til bæjarráðs eigi síðar en 15. september.

Hérna má finna eyðublöð og verklagsreglur. 

Eyðublað

Verklagsreglur

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum